Opin vísindi

 

Flokkar í Opnum vísindum

Veldu flokk til að skoða.

Niðurstöður 1 - 9 af 9

Nýlega bætt við

Verk
"Það er eins og það hafi verið skipt um rafgeymi í manni" : Gildi starfstengdrar leiðsagnar fyrir starfsþróun kennara
(2019-08-18) Svanbjörnsdóttir, Birna María B.; Hauksdóttir, Hildur; Steingrímsdóttir, María
Starfstengd leiðsögn hefur öðlast ríkan sess í umræðu um skólamál á undanförnum misserum. Kennaraskortur, brotthvarf kennara úr starfi og álag í vinnuumhverfi þeirra hafa rennt frekari stoðum undir hugmyndir um markvissari leiðsögn með nýliðum í kennarastéttinni sem og kennaranemum. Rannsóknir, erlendar og íslenskar, hafa sýnt fram á með óyggjandi hætti að formleg leiðsögn skili sér í bættu skólastarfi enda felur hún í sér gagnkvæma starfsþróun jafnt hjá þeim sem veita leiðsögnina og þeim sem hana þiggja. Frá árinu 2013 hefur Kennaradeild Háskólans á Akureyri boðið upp á þriggja námskeiða (30 ECTS) sérhæfingu í starfstengdri leiðsögn. Um er að ræða námskeiðin: Leiðsögn á vettvangi, Starfsefling og skólasamfélag og Leiðsögn – liður í starfsmenntun kennara. Uppbygging námsins var í fyrstu í samstarfi við Menntavísindasvið HÍ. Sérhæfingin er ætluð starfandi kennurum og er á meistarastigi. Uppsetning námsins er með þeim hætti að nemendur koma í lotur og sinna heimanámi þess á milli. Markmiðið með þessari sérhæfingu er tvíþætt. Annars vegar að efla leiðsögn nýrra kennara og kennaranema á vettvangi og hins vegar að skapa sterkari tengsl milli kennaramenntunar og skólasamfélagsins á forsendum starfsþróunar. Með þessari námsleið gafst tækifæri til að stuðla að því sem kallað hefur verið þriðja svæðið þar sem þeir sem koma að kennaramenntun, reyndir kennarar og nýliðar mætast á jafningjagrundvelli og læra hver af öðrum, skólasamfélaginu til heilla. Þessi grein byggir á rannsókn höfunda á því hverju sérhæfingin hefur skilað í starfi og starfsháttum þeirra sem luku sérhæfingunni í lok ársins 2018. Rannsóknarspurningin sem lögð var til grundvallar var: Á hvaða hátt hefur sérhæfingin breytt starfsháttum og starfsþróun reyndra kennara?
Verk
Teymisvinna og forysta : Birtingarmynd fimm árum eftir að innleiðingarferli faglegs lærdómssamfélags lauk
(2019-09-13) Svanbjörnsdóttir, Birna María B.
Frá ágúst 2009 til desember 2012 átti sér stað vinna við innleiðingu og þróun faglegs lærdómssamfélags í nýjum grunnskóla í þéttbýli. Samhliða var gerð starfendarannsókn í skólanum, í samstarfi ytri aðila og skólastjórnenda. Þar var rannsakað hvaða þýðingu forysta stjórnenda hafði fyrir þróun starfshátta í nýjum skóla og hvað studdi hana. Stuðst var við ígrundun stjórnenda, vettvangsathuganir, viðtöl og mat ásamt rýni í fyrirliggjandi gögn í skólanum. Í lok rannsóknartímabilsins sýndu niðurstöður að teymisvinna var einkennandi fyrir skólastarfið og kennarar í teymum tóku forystu á ýmsan hátt með stjórnendum. Mörg teymi mátti skilgreina sem lærdómsteymi. Starfið var ekki átakalaust en stjórnendur sinntu forystuhlutverki sínu með seiglu, eftirfylgni og lausnaleit að vopni. Fimm árum síðar, skólaárið 2017–2018, var gerð eftirfylgnirannsókn í skólanum þar sem tekin voru rýnihópaviðtöl við teymi og lagt fyrir matstæki um lærdómssamfélag. Leitað var svara við rannsóknarspurningunum: Hvað einkennir teymisvinnu og forystu stjórnenda og kennara/teyma í skólanum fimm árum eftir að innleiðingarferli lærdómssamfélags lauk árið 2012? Hverjar eru helstu áskoranirnar? Frá því að fyrri rannsókn lauk hefur nemendum skólans fjölgað og miklar breytingar hafa orðið í starfsmannahópnum, ekki síst stjórnendateyminu. Enn er teymisvinna við lýði í skólanum og innri umgjörð skólans styður við samkennslu árganga, samstarf og leiðsögn. Skilgreining og stigskipting teyma sem stuðst var við í upphafi er þó ekki öllum kunn, vinnubrögð í teymum eru ekki samræmd og kennarar í teymum sinna forystu lítið. Sterkar vísbendingar eru um að teymi séu einangruð og að skólastjórnendur fylgist minna með kennslu og námi í kennslustundum en áður. Hér verður greint frá helstu niðurstöðum eftirfylgnirannsóknarinnar og þær skoðaðar í samhengi við fyrri niðurstöður.
Verk
Traust á sögulegum grunni : Rannsókn á fréttareglum Ríkisútvarpsins
(2009-12-15) Guðmundsson, Birgir
Ríkisútvarpið hefur starfað eftir skrifuðum fréttareglum nánast frá stofnun. Þessar reglur hafa mótað fréttaflutning stofnunarinnar og skapað RÚV ákveðna sérstöðu á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Fimm reglur hafa verið í gildi frá 1931 og miða elstu þjrár fyrst og fremst að því að halda RÚV utan við pólitískar þrætur og illdeilur í samfélaginu, gagngert til að halda frið um stofnunina og búa til „þjóðarútvarp“. Því var lögð ofuráhersla á form og óhlutdrægni í framsetningu, en innihald og mikilvægi þá frekar látið liggja milli hluta. Með því að ríghalda í formreglur og óhlutdrægnisregluna gátu fréttamenn RÚV varist pólitískri ágjöf í samfélagi sem markaðist af flokksátökum. Þessi stefna kostaði þó það að mikilvægum þáttum faglegrar blaðamennsku var ýtt til hliðar, svo sem að RÚV bæri ábyrgð á fréttum sínum, fjallaði um átök, segði frá því sem mikilvægt væri og verndaði heimildarmenn sína ef svo bar undir. Í fjórðu og næstsíðustu fréttareglum RÚV, sem settar eru 1989, er bætt úr þessum ágöllum á sama tíma og ríghaldið er í óhlutdrægnisregluna. Þessi breyting var svo staðfest í núgildandi reglum sem eru frá því í maí 2008. Með þessari sögu og hefð hefur RÚV forskot á prentmiðlana á tíma markaðsfjölmiðlunar, sem m.a. skilar sér í miklu trausti á Ríkisútvarpinu.
Verk
Politics, marketing and social media in the 2018 local elections in Iceland
(2019-12-17) Guðmundsson, Birgir; Hjálmarsdóttir, Hafdís Björg; Kristjánsdóttir, Vera K Vestmann
The importance of marketing techniques in political campaigning has increased as communicating politics has become more complex in a highly fragmented media environment. With different media logics interacting in a hybrid media system, political marketing methods through social media have drawn considerable attention and even been seen to pose a threat to democratic processes. This paper looks at the extent and nature of the use of marketing techniques in the 2018 municipal elections in Iceland, by using a mixed methods approach. The findings of a candidate survey and interviews with campaign managers suggest that the methods used are by and large a technical extension of previous methods and not qualitatively different from traditional electioneering. Both social media and traditional media are important marketing vehicles, but the importance of social media clearly on the rise. However, in larger communities in the capital region there tends to be a higher degree of professionalism than in other parts of the country and the size of municipality is important, while the type of party or age of candidates is not.
Verk
Political parallelism in Iceland
(2021-03-01) Guðmundsson, Birgir
My main objective in this article is to examine the importance of political parallelism in Iceland through establishing the extent to which political parallelism is perceived to char-acterise political communication in Iceland by politicians and voters. Political parallelism is one of the defining elements of Hallin and Mancini’s typology of media systems. Based on candidate surveys from five elections and a voter survey, indexes of perceived political parallelism are configured for politicians and voters. The analysis suggests a high degree of perceived political parallelism and that the perceptions are reflected in partisan ideologi-cal views of individual media outlets. The same – or at least similar – perceptions about political parallelism in the media system seem to penetrate the system irrespective of age and at the national, local, and individual level of politics. However, voters and candidates of social democratic and liberal internationally oriented parties perceive a significantly lower degree of parallelism than others.