„Fyrir þá, sem vilja kynna sér jafnaðarstefnuna er bók þessi góð byrjun ...“ : Íslandssaga The Jungle eftir Upton Sinclair í fjórum þáttum
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
Árið 1905 tók skáldsaga bandaríska rithöfundarins Uptons Sinclairs The Jungle að birtast sem framhaldssaga á síðum sósíalíska vikublaðsins Appeal to Reason. Sagan varpaði ljósi á illan aðbúnað verkafólks og vafasama starfshætti í sláturhúsum Chicago-borgar þar sem meirihlutinn af niðursoðnu kjöti í Bandaríkjunum var framleiddur. Sagan vakti þjóðarathygli og brátt heimsathygli því hún var þýdd á fjölda tungumála á næstu misserum. Árið 1914 kom hún út á Íslandi í þýðingu barnakennarans Páls Bjarnasonar á vegum fjelags eins á Stokkseyri. Í greininni er horft á fjögur spor sem marka inngöngu Sinclairs og The Jungle í íslenska bókmenntakerfið. Viðtökusagan er sett í samfélags-pólitískt og atvinnusögulegt samhengi með áherslu á nútímavæðingu íslensks samfélags er fylgdi tækni- og iðnbyltingu til sjávar og sveita. Jafnframt er sett fram sú tilgáta að skáldsaga Sinclairs hafi verið þýdd og gefin út hér á landi til að vara við þéttbýlismyndun, jafnaðarmennsku og stéttabaráttu, en hafi að lokum fallið í frjóan jarðveg hjá íslensku vinstrihreyfingunni þegar skipulag komst á starfsemi hennar um miðjan annan áratug síðustu aldar og pólitísk sjálfsmynd íslenskrar alþýðu var tekin að mótast.
Lýsing
Efnisorð
Citation
Ingvarsson, H 2024, '„Fyrir þá, sem vilja kynna sér jafnaðarstefnuna er bók þessi góð byrjun ...“ : Íslandssaga The Jungle eftir Upton Sinclair í fjórum þáttum', Ritið, vol. 24, no. 2, pp. 211-245. https://doi.org/10.33112/ritid.24.2.8