ChatGPT í háskólastarfi, viðhorf og notkun kennara
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf og reynslu háskólakennara af notkun gervigreindarverkfærisins ChatGPT í kennslu og rannsóknum, með hliðsjón af TAM-líkaninu (e. Technology Acceptance Model). Megindleg og eigindleg gögn voru greind út frá svörum 23 kennara við spurningakönnun. Niðurstöðurnar benda til þess að flestir kennarar telji það gagnlegt að nota ChatGPT í kennslu og rannsóknum. Margir þeirra höfðu þó áhyggjur af ChatGPT-notkun nemenda, fræðilegum heilindum og áreiðanleika verkfærisins. Viðhorf kennaranna til ChatGPT mótast meðal annars af gagnsemi verkfærisins og einfaldleika í notkun þess, svo og stuðningi og fræðslu sem þeim býðst. Niðurstöðurnar benda til þess að mikilvægt sé að háskólasamfélagið þrói stefnu um notkun gervigreindarverkfæra og efli gervigreindarlæsi (e. artificial intelligence literacy/AI-literacy) til að stuðla að ábyrgri og skapandi notkun þeirra. Jafnframt er mikilvægt að veita kennurum og nemendum stuðning til að nota tæknina á ábyrgan og árangursríkan hátt.
Lýsing
Efnisorð
ChatGPT, GenAI, Higher education, Academics, TAM-model, ChatGPT, Háskólakennarar, Háskólastarf, Skapandi gervigreind, TAM-líkan
Citation
Elídóttir, J & Zophoníasdóttir, S 2025, 'ChatGPT í háskólastarfi, viðhorf og notkun kennara', Tímarit um uppeldi og menntun, vol. 34, no. 2, pp. 157–179. < https://ojs.hi.is/index.php/tuuom/article/view/4268/2834 >