Samfélagsleg ábyrgð með áherslu á nýsköpun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Hollandi
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
Tilgangurinn er að skoða samfélagslega ábyrgð með áherslu á nýsköpun meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja í Hollandi. Leitast var við að skoða hvaða þættir hafa áhrif á það að lítil og meðalstór fyrirtæki tileinki sér samfélagslega ábyrgð og möguleg tengsl hennar við samfélagslega nýsköpun. Notast var við eigindlega aðferðarfræði, tilviksrannsókn, með hálfstöðluðum viðtalsramma. Tekin voru viðtöl við 29 stjórnendur í 10 litlum og meðalstórum fyrirtækjum. Fyrirtækin sem tóku þátt í rannsókninni starfa á sviði upplýsingatækni, hugbúnaðarþróunar, stafrænnar þjónustu og ráðgjafar, með áherslur á meðal annars markaðssetningu, mannauðsmál, samfélagslega ábyrgð og lausnir í endurnýjanlegri orkutækni. Þau teljast öll til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Niðurstöðurnar sýndu fjölbreytta nálgun á samfélagslegri ábyrgð en þó áttu fyrirtækin það sammerkt að setja velferð starfsfólks, félagslega velferð og umhverfið í forgang ásamt því að tileinka sér sjálfbæra starfshætti. Í langflestum tilvikum var ekki um að ræða neinar mælingar á samfélagslegri skuldbindingu, aðeins tvö fyrirtæki voru með formlega skýrslugerð um samfélagslega ábyrgð og skortur var á stefnumótandi nálgun á samfélagslegri skuldbindingu. Rannsóknin sýndi einnig að starfsfólkið var aðal drifkrafturinn í nýsköpunarvirkninni, það knúði áfram samfélagslegar framfarir, og vellíðan starfsfólksins var mikilvægur hvati til virkrar þátttöku í samfélagslegri ábyrgð. Auk þess hafði starfsfólk, viðskiptavinir og samfélagið meiri vigt í ákvörðunum um samfélagslega ábyrgð en hluthafar og fjárfestar. Á meðan ákveðnir hagsmunaaðilar höfðu áhrif á skuldbindingu lítilla og meðalstórra fyrirtæki til samfélagslegrar ábyrgðar þá gerðu sum þessara fyrirtækja sér ekki grein fyrir stefnumótandi ávinningi slíkrar samþættingar. Slíka þekkingu væri hægt að innleiða með virkri þátttöku hagsmunaaðila og með því að ráða fagfólk með sérþekkingu á sjálfbærri stjórnun. Þessi rannsókn leggur grunn að framtíðarrannsóknum á samfélagslegri ábyrgð með áherslu á nýsköpun hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum, hvetur til rannsókna á tengslum samfélagslegrar nýsköpunar og skuldbindingu lítilla og meðalstórra fyrirtækja til samfélagslegrar ábyrgrar, með tilliti til hvaða hvatar drífa hagsmunaaðila til þátttöku í samfélagslega ábyrgri viðleitni.
Lýsing
Efnisorð
Samfélagsleg ábyrgð, samfélagsleg nýsköpun, lítil og meðalstór fyrirtæki, hagsmunaaðilar, Business, Management and Accounting (all), SDG 10 - Reduced Inequalities, SDG 13 - Climate Action, SDG 1 - No Poverty, SDG 5 - Gender Equality, SDG 6 - Clean Water and Sanitation, SDG 7 - Affordable and Clean Energy, SDG 8 - Decent Work and Economic Growth, sanngirni á vinnumarkaði, rekstrarhæfni SME, SDG 9 - Industry, Innovation, and Infrastructure, samfélagsleg nýsköpun, nýsköpun í smáfyrirtækjum, atvinnulíf og þróun, SDG 11 - Sustainable Cities and Communities, samfélagstengsl, samfélagslegt virði, hagsmunaaðilar í nærumhverfi, SDG 12 - Responsible Consumption and Production, sjálfbærir rekstrarhættir, umhverfisábyrgð, daglegt CSR í rekstri
Citation
Sigurðsson, K, Sigursteinsdóttir, H & Kristjánsdóttir, H 2025, 'Samfélagsleg ábyrgð með áherslu á nýsköpun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Hollandi', Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, vol. 22, no. 1, pp. 20-36. https://doi.org/10.24122/tve.a.2025.22.1.2