Stjórnendaleit : Hlutverk og ábyrgð ráðgjafa í ráðningarferli forstjóra
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
Kynjahalli í æðstu stjórnunarstöðum hefur verið viðvarandi á íslenskum vinnumarkaði. Ráðningarferli forstjóra hafa verið gagnrýnd og bent á að gefa þurfi gaum að hlut ráðgjafa í ferlinu. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna ráðningarferli forstjóra á Íslandi, með sérstakri áherslu á hlutverk ráðgjafa í ferlinu. Rannsóknarspurningarnar sem lagðar eru til grundvallar eru tvær. Sú fyrri: Hvert er viðhorf ráðgjafa til hlutverks síns og ábyrgðar í stjórnendaleit og ráðningarferli forstjóra og sú síðari, hvernig upplifa ráðgjafar sinn þátt í þeim kynjahalla sem er á forstjórastöðum? Rannsóknin sýnir að ráðgjafar gegna mikilvægu hlutverki í að móta ráðningarferlið með því að útbúa lista af kandídötum, byggða á tengslaneti og faglegu innsæi, en valferlið er oft óformlegt og æðstu stöður sjaldan auglýstar. Svo virðist sem kynbundin viðmið geti haft áhrif á það hverjir komast á „listann“ yfir kandídata sem kynntir eru fyrir stjórn og byggist það á karllægum leiðtogaviðmiðum sem hafa neikvæð áhrif á framgang kvenna í æðstu stjórnendastöður. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þó að ráðgjafar leitist við að auka kynjajafnvægi, komi konur oft síður til greina vegna hefðbundinna matsferla þar sem karllægir eiginleikar eru oft í forgangi. Á sama tíma gegna ráðgjafar lykilhlutverki í að mæta óskum viðskiptavina sinna um hentuga kandídata. Nýnæmi rannsóknarinnar felst í því að varpa ljósi á það hvernig ferli sem virðist hlutlaust getur stuðlað að kynjaójafnvægi og hvernig ráðgjafar í stjórnendaleit geta, með breyttum starfsháttum, haft áhrif á aukna fjölbreytni í ráðningum forstjóra. Rannsóknin leggur áherslu á mikilvægi kynjasjónarmiða í ráðningum til að stuðla að jafnrétti kynjanna á æðstu stigum atvinnulífsins.
Lýsing
Efnisorð
Citation
Christiansen, T H, Óladóttir, Á D & Guðmundsdóttir, H 2024, 'Stjórnendaleit : Hlutverk og ábyrgð ráðgjafa í ráðningarferli forstjóra', Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, vol. 21, no. 2, pp. 71-86. https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.2.4