L1 Speaker, L2 Speaker, or Both? : A Diachronic Investigation into Attitudes of University Students in Icelandic as a Second Language towards Their Teachers

Útdráttur

Tilgangur þessarar greinar er sá að varpa ljósi á viðhorf nemenda í Íslensku sem öðru máli við Háskóla Íslands til kennara með íslensku á móðurmáli (M1) og þeirra sem hafa annað móðurmál en íslensku (M2). Gerð er samanburðargreining á gögnum sem safnað var með könnunum á námsárunum 2018/2019 og 2023/2024. Til að tryggja áreiðanlegan samanburð var sömu aðferðafræði beitt í báðum rannsóknum. Markmið kannananna var að athuga hvort móðurmál kennara skipti nemendur máli og hvort val þeirra breytist eftir ákveðnum þáttum, til að mynda viðhorfum til kennslu, tungumáls og lands, tungumálatengdra þátta, námsaðferða og hvatningar svo og eftir sjálfsmati á tungumálafærni. Niðurstöðurnar eru settar fram hlið við hlið og þær bornar saman með tilliti til ofangreindra þátta. Móðurmál kennarans virðist ekki skipta meirihluta þátttakenda máli en eru svör þeirra sem kjósa frekar M1 eða M2 dreifð nokkuð ólíkt milli áranna 2018/2019 of 2023/2024. Viðhorf með tilliti til móðurmáls kennara virðist vera jafnari í síðari rannsókninni. Í sumum tilvikum virðist þessi munur samsvara betur niðurstöðum sambærilegra rannsókna erlendis.

Lýsing

Efnisorð

Citation

Bade, S & Consagra, P 2025, 'L1 Speaker, L2 Speaker, or Both? A Diachronic Investigation into Attitudes of University Students in Icelandic as a Second Language towards Their Teachers', Milli mála, vol. 17, no. 2, 17(2), pp. 36-76. https://doi.org/10.33112/millimala.17.2.3

Undirflokkur