Orðaforði íslenskra barna frá 4 til 8 ára aldurs: Langtímarannsókn á vaxtarhraða og stöðugleika.
Hleð...
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Menntavísindasvið, Menntavísindastofnun Háskóla Íslands
Úrdráttur
Greinin fjallar um orðaforðahluta rannsóknar á þróun máls og læsis meðal íslenskra
barna á aldrinum 4 til 8 ára. Um er að ræða viðamikla langtímarannsókn á flestum
þáttum málþroska og tengslum hans við þróun læsis og félagsþroska. Til að bæta úr
skorti á íslenskum mælitækjum fyrir orðaforða var útbúið orðaforðapróf fyrir börn á
aldrinum 4 til 8 ára, kallað Ísl-PPVT.
Markmið þess hluta rannsóknarinnar sem greinin fjallar um var að afla vísbendinga
um vaxtarhraða orðaforða íslenskra barna á mörkum leik- og grunnskóla, kanna
stöðugleika mælinga með nýja orðaforðaprófinu milli ára og meta réttmæti þess.
Þátttakendur voru 222 börn í tveimur aldurshópum sem sköruðust í 1. bekk. Í yngri
hópnum voru 111 börn, 55 stúlkur og 56 drengir, sem fylgt var eftir við 4, 5, 6 og 8
ára aldur. Í þeim eldri voru 46 stúlkur og 65 drengir prófuð með orðaforðaprófinu
við 6 og 7 ára aldur. Munur á meðalorðaforða hópanna tveggja í fyrsta bekk var ekki
marktækur og því hægt að sameina þá í einn.
Niðurstöður sýndu að orðaforði barna vex hratt á þessu aldursbili en jafnframt
birtust vísbendingar um mikinn einstaklingsmun strax við 4 ára aldur. Áreiðanleiki
og réttmæti Ísl-PPVT reyndist vera fullnægjandi; prófið sýndi marktæka fylgni
við aðra orðaforðamælingu (Orðalykil), mælingar á málfræðiþekkingu öll árin, við
hlustunarskilning í leikskóla og við lesskilning í 4. bekk. Eins og fjölmargar erlendar
rannsóknir sýnir rannsóknin því fram á tengsl orðaforða frá 4 ára við lesskilning og
aðra þætti læsis allt upp á miðstig grunnskóla.
Í ljósi þess hve mikilvæg undirstaða er lögð á þessum árum fyrir síðari lesskilning og
námsárangur hlýtur að vera forgangsatriði að finna þau börn sem standa höllum fæti
ekki síðar en við 3 til 4 ára aldur, fylgjast grannt með þeim og tryggja viðeigandi
stuðning og námsaðstæður til að fyrirbyggja námsörðugleika síðar.
Lýsing
Efnisorð
Grunnskólanemar, Langtímarannsóknir, Leikskólabörn, Málþroski, Orðaforði
Citation
Hrafnhildur Ragnarsdóttir. (2018). Orðaforði íslenskra barna frá 4 til 8 ára aldurs: Langtímarannsókn á vaxtarhraða og stöðugleika. Netla – Veftímarit um uppeldi og menntun