Lyfjaþolinn háþrýstingur – hjáhnoðuæxli : Sjúkratilfelli

Útdráttur

Ágrip Fjallað er um karlmann með þriggja áratuga sögu um lyfjaþolinn háþrýsting, svitaköst, hjartsláttaróþægindi og járnbragð í munni. Þrátt fyrir endurteknar komur á bráðamóttöku og uppvinnslu á göngudeild var undirliggjandi orsök ekki greind. Síðustu þrjú árin fyrir komu hafði háþrýstingurinn versnað og viðkomandi þróað með sér sykursýki af tegund 2. Frekari uppvinnsla leiddi í ljós 3 cm hjáhnoðuæxli utan nýrans. Eftir brottnám á æxlinu er hann án lyfjameðferðar og einkennalaus. Krómfíkla- (pheochromocytoma) og hjáhnoðuæxli (paraganglioma) eru sjaldgæf orsök háþrýstings, talin vera skýring 0,1-0,6% allra tilfella, en mikilvæg að greina vegna hættulegra fylgikvilla. We report a case of a man with a 30-year history of treatment-resistant hypertension, hydropoiesis, tachycardic spells and dysgeusia. Despite repeated visits to the emergency department and work-up in an out-patient clinic, the diagnosis was unknown. Three years prior to remittance to an endocrinologist, the hypertension worsened, and he developed diabetes type-II. Further work-up revealed a 3 cm extra-adrenal pheochromocytoma, a paraganglioma. After surgical removal of the tumor, he is without medication and symptom free. Pheochromocytoma and paraganglioma are rare causes of hypertension, estimated to explain 0.1-0.6% of all cases, but nonetheless an important diagnosis to make, due to serious side effects.

Lýsing

Publisher Copyright: © 2023 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Efnisorð

Male, Humans, Pheochromocytoma, Paraganglioma, Ambulatory Care Facilities, Hypertension, Adrenal Gland Neoplasms, metanephrine, pheochromocytoma, neuroendocrine tumor, resistant hypertension, paraganglioma, metanephrine, neuroendocrine tumor, paraganglioma, pheochromocytoma, resistant hypertension, General Medicine, SDG 3 - Good Health and Well-being

Citation

Jonsson, K B, Guðmundsson, E O, Sigurðardóttir, M, Jónsson, J J & Sigurjónsdóttir, H Á 2023, 'Lyfjaþolinn háþrýstingur – hjáhnoðuæxli : Sjúkratilfelli', Læknablaðið, vol. 109, no. 3, pp. 141-145. https://doi.org/10.17992/lbl.2023.03.735

Undirflokkur