Áhrif hjúkrunar á gæði lífslokameðferðar á gjörgæsludeildum : samþætt fræðileg samantekt
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
Tilgangur Tilgangur þessarar samantektar var að samþætta niðurstöður rannsókna um árangursríka umönnunarþætti hjúkrunar gagnvart gjörgæslusjúklingum við lífslok og fjölskyldum þeirra. Aðferð Samþætt fræðileg samantekt var framkvæmd með aðferð Whittemore og Knafl. Til að tryggja gæði rannsókna í samantektinni var stuðst við gæðamatsverkfæri frá Joanna Briggs Institute. Leitað var að nýlegum rannsóknum í PubMed- og CINAHL- gagnagrunnum á tímabilinu maí 2020 til febrúar 2023. Rannsóknir voru valdar, greindar og niðurstöður birtar samkvæmt leiðbeiningum PRISMA (“Preferred Reporting Items for Systematic Reviews and Meta-Analyses statement”). Niðurstöður Tuttugu og tvær rannsóknir voru í samantektinni. Niðurstöður sýndu fram á mikilvægi framlags hjúkrunarfræðinga til að tryggja góða einkennameðferð gjörgæslusjúklinga við lífslok og til margs konar stuðnings við aðstandendur til að gera upplifun þeirra betri. Fjögur þemu greindust: „Mikilvægi þekkingar hjúkrunarfræðinga á hjúkrun við lífslok“, „Góð einkennameðferð við lífslok“, „Þátttaka fjölskyldu í umræðum um meðferðartakmarkanir gjörgæslusjúklinga“ og „Fjölskyldumiðuð hjúkrun við lífslok gjörgæslusjúklinga“. Niðurstöður benda til þess að bæta megi einkennameðferð gjörgæslusjúklinga við lífslok. Þá virðist þörf á auknum stuðningi frá heilbrigðisstarfsfólki til fjölskyldna sem myndi auðvelda þeim þátttöku í ákvörðunum um meðferðir eða takmarkanir þeirra við lífslok ástvina á gjörgæslu. Ályktanir Mikilvægt er að menntun og þjálfun í líknarmeðferð og lífslokameðferð sé aðgengileg fyrir alla hjúkrunarfræðinga sem vinna á gjörgæslu. Þessi yfirlitsgrein tekur saman leiðbeiningar um hjúkrun sem mögulega nýtist hjúkrunarfræðingum við lífslokameðferð á gjörgæsludeild. Aim To synthesise research findings about end-of-life care preferences of adult patients in the intensive care unit and their families. Method An integrative review was undertaken following the Whittemore and Knafl methodology. Studies were selected, analysed, and results were reported as guided by the standards of the Preferred Reporting Items for Systematic Reviews and Meta-Analyses (PRISMA) Statement. Critical appraisal tools from the Joanna Briggs Institute were implemented to decrease the risk of bias. The PubMed and CINAHL databases were searched for recent studies from May 2020 to February 2023. Results Twenty-two studies were included in the review. The results highlighted the importance of intensive care nurses’ contribution in end-of-life care for the quality of symptom management and the various support offered to the family in this process. Four themes emerged from the literature and included: “Knowledge of end-of-life care needs to be available to nurses”, “Importance of quality regarding symptom management in end-of-life care”, “Decision-making processes need to involve families of dying patients” and “Nursing care at end-of-life in the intensive care unit must be family-centred”. The results of this review indicate a need for improvement in managing patients’ symptoms and supporting families in the decision-making process at end-of-life in the intensive care unit. Conclusions It is important that education and training in palliative care and end-of-life care are encouraged and available to all nurses working in the intensive care unit. This review proposes guidelines for intensive care nurses that may be useful in end-of-life care.
Lýsing
Efnisorð
Citation
Birgisdóttir, A H & Gunnarsdóttir, Þ J 2024, 'Áhrif hjúkrunar á gæði lífslokameðferðar á gjörgæsludeildum : samþætt fræðileg samantekt', Tímarit hjúkrunarfræðinga, vol. 100, no. 3, pp. 64-75. https://doi.org/10.33112/th.100.3.2