„Rosaleg óvissa hjá okkur og vondur tími“: Um starfsöryggi og líðan kennara eftir hrun

Hleð...
Thumbnail Image

Dagsetning

Höfundar


Journal Title

Journal ISSN

Volume Title

Útgefandi

Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Úrdráttur

Markmið þessarar greinar er að skoða starfsöryggi og líðan grunn- og leikskólakennara hér á landi í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Blönduðum aðferðum var beitt við gagnaöflun og greiningu. Rafrænn spurningalisti var sendur í tvígang til alls starfsfólks 20 sveitarfélaga, fyrst árið 2010 og svo aftur ári síðar. Jafnframt voru tekin rýnihópaviðtöl við grunn- og leikskólakennara í tveimur sveitarfélaganna, samtals við 30 einstaklinga. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu m.a. í ljós að í mörgum grunn- og leikskólum hefur starfsfólki verið sagt upp og starfsöryggi minnkað milli áranna 2010 og 2011. Tengsl eru á milli óöryggis og neikvæðrar heilsu og líðanar starfsfólks. Skert starfsöryggi hafði sterkust tengsl við löngun til að hætta í starfi og sterkari tengsl við sjálfmetna andlega heilsu en sjálfmetna líkamlega heilsu.

Lýsing

Efnisorð

Kennarar, Bankahrunið 2008, Starfsöryggi, Leikskólar, Grunnskólar, Líðan, Teachers, Economic crisis, Job security, Kindergartens, Elementary schools, Health

Citation

Hjördís Sigursteinsdóttir, Guðbjörg Linda Rafnsdóttir og Þorgerður Einarsdóttir. (2011). „Rosaleg óvissa hjá okkur og vondur tími“: Um starfsöryggi og líðan kennara eftir hrun. Ráðstefnurit Netlu – Menntakvika 2011. Sótt af http://netla.hi.is/menntakvika2011/014.pdf

Undirflokkur