Arftakaáætlun til að draga úr áhættu og byggja upp leiðtogafærni
| dc.contributor.author | Óladóttir, Ásta Dís | |
| dc.contributor.author | Christiansen, Thora H. | |
| dc.contributor.author | Guðmundsdóttir, Hrefna | |
| dc.contributor.department | Viðskiptafræðideild | |
| dc.date.accessioned | 2025-11-20T09:44:15Z | |
| dc.date.available | 2025-11-20T09:44:15Z | |
| dc.date.issued | 2024 | |
| dc.description.abstract | Í nýrri skýrslu Alþjóðabankans, frá árinu 2024, sem nær til 190 landa er kynjabilið á heimsvísu mun meira en áður var talið. Ekkert land í heiminum veitir konum sömu tækifæri og körlum á vinnumarkaði og bent er á að ef bilið yrði brúað gæti verg landsframleiðsla á heimsvísu aukist um allt að 20%. Þó Ísland sé fremst á heimsvísu þegar kemur að jafnréttismálum er margt enn óunnið til að jafna tækifæri kynjanna til stjórnunarstarfa í atvinnulífinu. Hlutfall karla í framkvæmdastjórastöðum á almennum markaði er 79% og karlar eru 75% allra stjórnarmanna (Creditinfo, 2024). Einungis þrjár konur gegna starfi forstjóra skráðra félaga á Nasdaq Iceland í maí 2024 á móti 24 körlum. Rannsóknir meðal áhrifakvenna í íslensku atvinnulífi og meðal stjórnarkvenna í öllum skráðum félögum hér á landi hafa bent á að ein þeirra leiða sem hægt er að fara til að draga úr kynjabilinu í atvinnulífinu er að innleiða arftakaáætlanir í fyrirtæki hér á landi. Því var markmiðið með þessari rannsókn að fá fram viðhorf og upplifun karla sem sitja í stjórnum allra skráðra félaga til arftakaáætlunar. Rannsóknarspurningin sem lagt var upp með er: Hvert er viðhorf og reynsla karlkyns stjórnarmanna skráðra félaga til innleiðingar arftakaáætlana til þess að draga úr kynjabilinu í æðstu stjórnunarstöðum hér á landi? Niðurstöðurnar benda til að almennt sé of lítil þekking á hugtakinu arftakaáætlun meðal stjórnarmanna hér á landi. Þó eru nokkur félög sem hafa innleitt arftakaáætlanir og þar telja stjórnarmenn að stjórnir og stjórnendur séu betur undir það búin ef lykilstarfsfólk hættir hjá félaginu. Nýnæmi rannsóknarinnar felst í því að þetta er fyrsta rannsóknin þar sem karlar í stjórnum allra skráðra félaga á markaði lýsa reynslu sinni og viðhorfi til arftakaáætlana sem verkfæris til þess að draga úr kynjahalla í stjórnendastöðum. | is |
| dc.description.version | Peer reviewed | en |
| dc.format.extent | 364417 | |
| dc.format.extent | ||
| dc.identifier.citation | Óladóttir, Á D, Christiansen, T H & Guðmundsdóttir, H 2024, 'Arftakaáætlun til að draga úr áhættu og byggja upp leiðtogafærni', Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, vol. 21, no. 1. https://doi.org/10.24122/tve.a.2024.21.1.2b | en |
| dc.identifier.doi | 10.24122/tve.a.2024.21.1.2b | |
| dc.identifier.issn | 1670-4851 | |
| dc.identifier.other | 233912758 | |
| dc.identifier.other | c92b5530-2cd6-490b-bbc0-b4b34dc4c652 | |
| dc.identifier.uri | https://hdl.handle.net/20.500.11815/7689 | |
| dc.language.iso | is | |
| dc.relation.ispartofseries | Tímarit um viðskipti og efnahagsmál; 21(1) | en |
| dc.relation.url | https://www.efnahagsmal.is/index.php/efnahagsmal/article/view/3763/2331 | en |
| dc.rights | info:eu-repo/semantics/openAccess | en |
| dc.subject | Arftakaáætlun | en |
| dc.subject | æðstu stjórnunarstöður | en |
| dc.subject | jöfn tækifæri | en |
| dc.subject | stjórnarmenn | en |
| dc.title | Arftakaáætlun til að draga úr áhættu og byggja upp leiðtogafærni | is |
| dc.type | /dk/atira/pure/researchoutput/researchoutputtypes/contributiontojournal/article | en |
Skrár
Original bundle
1 - 1 af 1
- Nafn:
- tve.a.2024.21.1.2.pdf
- Stærð:
- 355.88 KB
- Snið:
- Adobe Portable Document Format