Um nokkur ljóð í lausu máli úr Senilia eftir Ívan Túrgenev
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
Senilia. Ljóð í lausu máli (Senilia. Стихотворени в прозе), flokkur ljóða í lausu máli, var síðasta verk Ívans Túrgenevs sem birtist á meðan hann lifði. Meirihluti textanna kom fyrst fyrir almenningssjónir í tímaritinu Sendiboða Evrópu (Вестник Европы) í desember árið 1882. Þeir textar sem eftir voru komu hins vegar ekki út fyrr en árið 1929 og þá í Frakklandi í franskri þýðingu. Senilia var fyrsta verk sinnar tegundar í Rússlandi og vakti athygli sem slíkt, enda tald ist Túrgenev enn til hinna stærri höfunda í heimalandinu þótt hann hafi þá búið erlendis í nálægt tuttugu ár. Þó að viðtökur verksins hafi yfirleitt verið vinsamlegar voru ekki allir jafn hrifnir. Hér er sagt frá tilurð og útgáfu Senilia, grein gerð fyrir viðfangsefnum og einkennum verksins, rýnt í viðtökurnar heima fyrir og skoð að hvernig titli verksins var tekið af ólíkum fræðimönnum og gagnrýnendum.
Lýsing
Efnisorð
prósaljóð, ljóð í lausu máli, Senilia, Ívan Túrgenev, þýðingar
Citation
Þráinsdóttir, R 2024, 'Um nokkur ljóð í lausu máli úr Senilia eftir Ívan Túrgenev', Milli mála, vol. 16, no. 1, pp. 31-57. https://doi.org/10.33112/millimala.16.1.3