Endurheimt staðargróðurs á röskuðum hálendissvæðum

dc.contributorLandbúnaðarháskóli Íslands
dc.contributor.authorAradóttir, Ása Lovísa
dc.contributor.authorGrétarsdóttir, Járngerður
dc.date.accessioned2026-01-26T14:30:02Z
dc.date.available2026-01-26T14:30:02Z
dc.date.issued2011
dc.description.abstractUm allan heim er vaxandi áhersla á að endurheimta fljótt staðargróður á svæðum sem raskað er vegna framkvæmda, þannig að gróðurfar þeirra falli sem best að umhverfinu. Árið 2007 hófst verkefnið Endurheimt staðargróðurs á röskuðum hálendissvæðum á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur. Var verkefnið unnið á framkvæmdasvæði Hellisheiðarvirkjunar. Tilgangur þess var að prófa söfnun og dreifingu fræslægju og flutning á gróðurtorfum við endurheimt staðargróðurs. Einnig var mældur árangur af endurheimtaraðgerðum á framkvæmdasvæðinu er fólust í notkun gróðursvarðar sem leggst til við rask og dreifingu mosa. Niðurstöður verkefnisins sýndu mismunandi árangur eftir aðferðum og gerð staðargróðurs. Góður árangur náðist við endurheimt ýmissa háplöntu- og mosategunda graslendis með söfnun og dreifingu fræslægju (2. kafli) og flutningi á gróðurtorfum allt niður í 5 cm í þvermál (3. kafli). Endurheimt lyngmóategunda, sérstaklega smárunna og renglumyndandi tegunda, tókst best með því að nota heilar og nokkuð stórar gróðurtorfur (≥ 20cm í þvermál) (3. kafli) en sumar mosategundir lyngmóans fluttust auðveldlega með fræslægju og tættum gróðurtorfum. Hægt var að endurheimta á mjög skömmum tíma gróður sem féll vel að umhverfinu með flutningi á gróðursverði í stórum torfum (4. kafli) og dreifing greina af hraungambra (Racomitrium lanuginosum) yfir röskuð svæði virtist flýta landnámi hans (5. kafli). Aðferðirnar sem prófaðar voru höfðu mismikil áhrif á gróðurlendið þar sem efniviðnum var safnað (gjafasvæðið). Notkun fræslægju hafði ekki mikil áhrif á gróðurfar gjafasvæðanna vegna endurvaxtar gróðursins. Þar sem gróðurtorfum var safnað varð mikið rask og því ekki réttlætanlegt að taka gróðurtorfur nema þar sem hvort eð er á eyða gróðri, svo sem í vegstæðum, lónstæðum, borpöllum eða vegna annarra mannvirkja. Í þeim tilfellum ætti ávallt að nýta þau verðmæti sem felast í gróðursverðinum. Val á aðferðum þarf að taka mið af mörgum þáttum, svo sem markmiðum endurheimtarinnar, gerð gróðurlendis sem raskað er, framboði á efniviði, kostnaði, mögulegu vinnuafli og aðgengi að viðtöku- og gjafasvæðum. Völ á árangursríkum aðferðum til að endurheimta staðargróður leysir framkvæmdaraðila þó ekki undan þeirri skyldu að hanna og skipuleggja mannvirkjagerð þannig að raski sé haldið í lágmarki.is
dc.format.extent99
dc.format.extent2577614
dc.identifier.citationAradóttir, Á L & Grétarsdóttir, J 2011, Endurheimt staðargróðurs á röskuðum hálendissvæðum. vol. 29.en
dc.identifier.other242842255
dc.identifier.other5d8ee759-34a2-4711-a080-89d88c7c6e20
dc.identifier.urihttps://hdl.handle.net/20.500.11815/8011
dc.language.isois
dc.rightsinfo:eu-repo/semantics/openAccessen
dc.titleEndurheimt staðargróðurs á röskuðum hálendissvæðumis
dc.type/dk/atira/pure/researchoutput/researchoutputtypes/bookanthology/research_reporten

Skrár

Original bundle

Niðurstöður 1 - 1 af 1
Nafn:
Rit_LbhI_029.pdf
Stærð:
2.46 MB
Snið:
Adobe Portable Document Format