Reynsla ungmenna af stuðningi barnaverndar : staða þeirra eftir 18 ára aldur
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
Markmið rannsóknarinnar var að kanna upplifun og reynslu ungmenna sem fengið höfðu stuðning eða verið í meðferðarúrræðum á vegum barnaverndar vegna vímuefnavanda. Spurt var um vímuefnaneyslu þátttakenda og hvort þeir hefðu notið stuðnings barnaverndar vegna vímuefnavanda fyrir átján ára aldur. Þátttakendur voru einnig spurðir hvaða breytingar þeir vildu sjá á meðferðarkerfinu í ljósi reynslu sinnar. Rannsóknin var gerð á tímabilinu ágúst 2021 til maí 2022. Notuð var eigindleg rannsóknaraðferð og val á viðmælendum var tilgangsúrtak. Tekin voru tíu viðtöl við fimm karla og fimm konur á aldrinum 19−25 ára. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þátttakendur töldu að stuðningurinn og meðferðarúrræðin sem þeir fengu hefðu á heildina litið verið hjálpleg. Einnig kom fram að þeim þátttakendum sem höfðu verið í langtímameðferð á landsbyggðinni líkaði það vel og þeir töldu að það hefði hjálpað þeim að ná jafnvægi og finna öryggi. Átta af tíu þátttakendum höfðu hætt vímuefnaneyslu eftir átján ára aldur og allir tíu viðmælendurnir voru að nýta sér AA-fundi til þess að stuðla að lífsstíl án vímuefna. Sótt var um leyfi fyrir rannsókninni til vísindasiðanefndar samkvæmt lögum um vísindarannsóknir á heilbrigðissviði nr. 44/2014 og hún samþykkt, og einnig til Persónuverndar samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.
Lýsing
Efnisorð
áhættuhegðun, vímuefnaneysla, börn og unglingar, úrræði barnaverndar, meðferð
Citation
Ólafsdóttir, J M & Grétarsdóttir, V 2024, 'Reynsla ungmenna af stuðningi barnaverndar : staða þeirra eftir 18 ára aldur', Tímarit félagsráðgjafa, vol. 18, no. 1, pp. 40-47. < https://felagsradgjof.is/wp-content/uploads/2024/07/09_Timarit_Felagsradgjafa_2024_Reynsla_ungmenna.pdf >