Sjálfstæðar mæður : Ráðskonustarfið sem bjargráð fyrir einstæðar mæður á síðari hluta 20. aldar

Dagsetning

Höfundar


Journal Title

Journal ISSN

Volume Title

Útgefandi

Útdráttur

Í þessari grein er sjónum beint að sögu einstæðra mæðra sem gerðust ráðskonur í sveit á síðari hluta 20. aldar. Greinin byggir á viðtölum sem tekin voru við fyrrum ráðskonur, í því skyni að miðla sjónarhorni kvennanna sjálfra. Rýnt er í ástæðurnar að baki því hvers vegna konur réðu sig í ráðskonuvist á sveitaheimili á þessu tímabili Íslandssögunnar, sem einkenndist af sívaxandi sókn kvenna á vinnumarkaðinn og mikilli uppbyggingu velferðarkerfisins. Fjallað er um hvernig ráðskonustarfið þjónaði sem hálfgildings félagslegt úrræði fyrir einstæðar mæður sem voru á hrakhólum í efnahagslegu og atvinnulegu tilliti – úrræði sem gagnaðist mörgum einstæðum mæðrum vel en var engu að síður brigðult líkt og sögur þeirra sýna.

Lýsing

Efnisorð

Citation

Eygerðardóttir, D K 2024, 'Sjálfstæðar mæður : Ráðskonustarfið sem bjargráð fyrir einstæðar mæður á síðari hluta 20. aldar', Ritið, vol. 24, no. 1, pp. 139-178. https://doi.org/10.33112/ritid.24.1.6

Undirflokkur