Traust á sögulegum grunni : Rannsókn á fréttareglum Ríkisútvarpsins

Dagsetning

Höfundar


Journal Title

Journal ISSN

Volume Title

Útgefandi

Útdráttur

Ríkisútvarpið hefur starfað eftir skrifuðum fréttareglum nánast frá stofnun. Þessar reglur hafa mótað fréttaflutning stofnunarinnar og skapað RÚV ákveðna sérstöðu á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Fimm reglur hafa verið í gildi frá 1931 og miða elstu þjrár fyrst og fremst að því að halda RÚV utan við pólitískar þrætur og illdeilur í samfélaginu, gagngert til að halda frið um stofnunina og búa til „þjóðarútvarp“. Því var lögð ofuráhersla á form og óhlutdrægni í framsetningu, en innihald og mikilvægi þá frekar látið liggja milli hluta. Með því að ríghalda í formreglur og óhlutdrægnisregluna gátu fréttamenn RÚV varist pólitískri ágjöf í samfélagi sem markaðist af flokksátökum. Þessi stefna kostaði þó það að mikilvægum þáttum faglegrar blaðamennsku var ýtt til hliðar, svo sem að RÚV bæri ábyrgð á fréttum sínum, fjallaði um átök, segði frá því sem mikilvægt væri og verndaði heimildarmenn sína ef svo bar undir. Í fjórðu og næstsíðustu fréttareglum RÚV, sem settar eru 1989, er bætt úr þessum ágöllum á sama tíma og ríghaldið er í óhlutdrægnisregluna. Þessi breyting var svo staðfest í núgildandi reglum sem eru frá því í maí 2008. Með þessari sögu og hefð hefur RÚV forskot á prentmiðlana á tíma markaðsfjölmiðlunar, sem m.a. skilar sér í miklu trausti á Ríkisútvarpinu.

Lýsing

Efnisorð

Media, Iceland, SDG 2 - Zero Hunger, SDG 6 - Clean Water and Sanitation, SDG 3 - Good Health and Well-being, SDG 4 - Quality Education, SDG 1 - No Poverty, SDG 5 - Gender Equality, SDG 10 - Reduced Inequalities, SDG 11 - Sustainable Cities and Communities, SDG 12 - Responsible Consumption and Production, SDG 13 - Climate Action, SDG 14 - Life Below Water, SDG 15 - Life on Land, SDG 16 - Peace, Justice and Strong Institutions, SDG 17 - Partnerships for the Goals, SDG 7 - Affordable and Clean Energy, SDG 8 - Decent Work and Economic Growth, SDG 9 - Industry, Innovation, and Infrastructure

Citation

Guðmundsson, B 2009, 'Traust á sögulegum grunni : Rannsókn á fréttareglum Ríkisútvarpsins', Stjórnmál og stjórnsýsla, vol. 5, no. 2, pp. 295-310. https://doi.org/10.13177/irpa.a.2009.5.2.5