Sjálfsritskoðun íslenskra blaðamanna
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
Umræða um sjálfsritskoðun fjölmiðla hefur tekið kipp hér á landi eftir árásir á ritstjórnarskrifstofur Charie Hebdo í París í janúar 2015 og sviptingar í yfirstjórn og eigendahópi íslenskra fjölmiðla. En hver er sú reynsla sem blaðamenn lýsa sem sjálfsritskoðun og hvað merkir hugtakið? Í þessari könnun er leitað svara við tveimur rannsóknarspurningum. Annars vegar hvernig blaðamenn skilja hugtakið sjálfsritskoðun og hins vegar hver væri reynsla íslenskra blaðamanna af sjálfsritskoðun. Byggt var á fyrirbærafræðilegri aðferð með viðtölum við sex reynda blaðamenn. Megin niðurstaðan er sú að áhrif umræðunnar um fréttir og fréttamat blaðamanna hafi mikil áhrif á efnistök og framsetningu, bæði almenn stemning í þjóðfélaginu og ekki síður viðbrögð frá áhrifmiklum stjórnmálamönnum og skoðanaleiðtogum í netheimum. Enn fremur skiptir máli hvar þeir fjölmiðilar sem blaðamenn vinna á eru staðsettir í pólitískri/ viðskiptalegri blokkaskiptingu íslenska fjölmiðlakerfisins. Þá sýna niðurstöður ólíkan skilning blaðamanna á hugtakinu sjálfsritskoðun og að brýnt sé að að skilgreina það ef nota á það til greiningar. Loks kemur fram að almenn þjóðfélagsumræða ásamt áhrifmiklum stjórnmálamönnum og skoðanaleiðtogum í netheimum hafi mest áhrif á sjálfsritskoðun blaðamanna.
Lýsing
Efnisorð
Self-censorship, Journalism, Freedom of expression, Media, SDG 2 - Zero Hunger, SDG 6 - Clean Water and Sanitation, SDG 3 - Good Health and Well-being, SDG 4 - Quality Education, SDG 1 - No Poverty, SDG 5 - Gender Equality, SDG 10 - Reduced Inequalities, SDG 11 - Sustainable Cities and Communities, SDG 12 - Responsible Consumption and Production, SDG 13 - Climate Action, SDG 14 - Life Below Water, SDG 15 - Life on Land, SDG 16 - Peace, Justice and Strong Institutions, SDG 17 - Partnerships for the Goals, SDG 7 - Affordable and Clean Energy, SDG 8 - Decent Work and Economic Growth, SDG 9 - Industry, Innovation, and Infrastructure
Citation
Guðmundsson, B 2015, 'Sjálfsritskoðun íslenskra blaðamanna', Stjórnmál og stjórnsýsla, pp. 55-70. < http://www.irpa.is/article/view/a.2015.11.1.4 >