„...mér má finnast öðruvísi...“ Hugleikur – samræður til náms í leikskóla
Skrár
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
Í þessari grein er fjallað um starfsþróunarverkefnið Hugleik – samræður til náms í leikskóla. Um er að ræða verkefni sem unnið var í samstarfi leikskólans Lundarsels á Akureyri, Miðstöðvar skólaþróunar og kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Megintilgangur verkefnisins var að starfsfólk leikskólans lærði um samræður og efldi leikni sína til að nota samræðuaðferðir með börnum í daglegu skólastarfi með það að markmiði að efla með börnum hæfni til að draga ályktanir, taka afstöðu og efla rökhugsun. Margvíslegar rannsóknir hafa farið fram á samræðum sem sýna að þær hvetja börn til að ígrunda og skerpa vitund þeirra um eigin hugsunaraðferðir. Samræðuaðferðir fela t.d. í sér að spyrja spurninga sem hvetja til ígrundunar í þeim tilgangi að efla með börnum gagnrýna hugsun og hæfni til að ræða saman. Verkefnið fellur vel að hæfniáherslum Aðalnámskrár leikskóla (2011) eins og þær birtast í almennum hluta þar sem lögð er áhersla á að skólar efli með börnum og ungu fólki hæfni til að afla gagna og upplýsinga og beita gagnrýninni hugsun við mótun og miðlun hugmynda á skapandi hátt. Í Aðalnámskrá leikskóla (2011) er m.a. lögð áhersla á að í leikskóla sé skapaður vettvangur þar sem allir taki virkan þátt í samræðum um almenn málefni, hlusti hver á annan, skiptist á skoðunum og taki þátt í heimspekilegum samræðum. Starfsþróunarverkefnið náði yfir tveggja ára tímabil og voru alls haldnar 8 samræðusmiðjur, auk þess sem starfsfólk leikskólans skráði niður valdar samræðustundir og tók þátt í rýnihópaviðtölum. Sagt verður frá hugmyndafræðilegum grunni verkefnisins, umfangi, inntaki, aðferðum og verkfærum. Auk þess verður greint frá niðurstöðum skráninga og rýnihópaviðtala. Niðurstöður gefa starfsfólki leikskóla tilefni til að ígrunda og endurskoða starfshætti með það að markmiði að efla samræður með börnum í skólastarfinu.
Lýsing
Efnisorð
Preschools, Philosophy, Children’s perspectives, Books, SDG 2 - Zero Hunger, SDG 6 - Clean Water and Sanitation, SDG 3 - Good Health and Well-being, SDG 4 - Quality Education, SDG 1 - No Poverty, SDG 5 - Gender Equality, SDG 10 - Reduced Inequalities, SDG 11 - Sustainable Cities and Communities, SDG 12 - Responsible Consumption and Production, SDG 13 - Climate Action, SDG 14 - Life Below Water, SDG 15 - Life on Land, SDG 16 - Peace, Justice and Strong Institutions, SDG 17 - Partnerships for the Goals, SDG 7 - Affordable and Clean Energy, SDG 8 - Decent Work and Economic Growth, SDG 9 - Industry, Innovation, and Infrastructure
Citation
Elídóttir, J & Zophoníasdóttir, S 2020, '„...mér má finnast öðruvísi...“ Hugleikur – samræður til náms í leikskóla', Netla, pp. 1-21. https://doi.org/10.24270/serritnetla.2019.37