„Stóru spurningarnar“ sem viðfangsefni í skólastarfi : Reynslan af tveimur námskeiðum um lífsskoðanir: Lífsskoðanir og menntun og Ísland nútímans

Dagsetning

Höfundar


Journal Title

Journal ISSN

Volume Title

Útgefandi

Útdráttur

Markmið erindisins er að draga saman upplýsingar um tilurð, tilgang og reynslu af tveimur nýlegum námskeiðum í samfélagsgreinavali í kennaranámi. Þetta er annars vegar Lífsskoðanir og menntun (5 ECTS) sem kennt var á vormisseri 2023 fyrir nemendur á fyrsta eða öðru námsári í grunnnámi. Hins vegar er það Ísland nútímans (10 ECTS) sem kennt var vorið 2022 og 2023 í framhaldsnámi. Helstu efnisþræðir og verkefni námskeiðanna verða kynnt stuttlega. Þá verður rætt hvernig námskeiðunum er ætlað að vera svar við samfélagslegum breytingum sem hafa átt sér stað á undanförnum árum og þau sett í samhengi við hæfniviðmið kennaranáms og hæfniviðmið í aðalnámskrá grunnskóla. Greining á reynslunni fram að þessu bendir til þess að styrkleikar kennaranemanna liggi í skýrum áhuga og vilja til að fást við lífsskoðanir með nemendum á faglegan hátt. Áskoranirnar í námskeiðunum hafa annars vegar snúist um skort á þekkingu á mismunandi lífsskoðunum og hins vegar takmörkuð þjálfun þátttakenda í greiningu á rökræðum og skoðanamyndun. Í lokin verður spurt hvaða skref eru vænleg í áframhaldandi þróun námskeiðanna, hvaða stuðning kennarar (kennaranemar) þurfa í vinnu með lífsskoðanir í skólastarfi og hvaða breytingar á aðalnámskrá gætu verið æskilegar.

Lýsing

Efnisorð

Education, Religious Studies, SDG 4 - Quality Education, SDG 17 - Partnerships for the Goals

Citation

Pálsdóttir, A & Hreinsson, H 2023, '„Stóru spurningarnar“ sem viðfangsefni í skólastarfi : Reynslan af tveimur námskeiðum um lífsskoðanir: Lífsskoðanir og menntun og Ísland nútímans', Paper presented at Menntakvika 2023, Reykjavík, Iceland, 28/09/23 - 29/09/23.
conference

Undirflokkur