Jens Jørgen Pindborg : frumkvöðull lyflækninga munns
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
J.J. Pindborg útskrifaðist á stríðsárum frá Tannlæknaháskólanum í Kaupmannahöfn. Árið 1959 var stofnuð sjálfstæð deild fyrir „vefjameinafræði munns“ og hann útnefndur fyrsti prófessor í þessari sérgrein í Danmörku, stöðu sem hann gegndi þar til hann fór á eftirlaun 1991. Hann einbeitti sér að lyflækningum munns, einkum forstigum krabbameins. Hann varð gestaprófessor WHO á Indlandi 1962. Auk kennslu var Pindborg í forystu rannsóknarteymis í faraldsfræði munnkrabbameins og forkrabbameins, einnig reykingavenjum og tyggingu tóbakslaufa á árunum 1966 til 1990. Pindborg stundaði rannsóknir í Úganda, en 1982 einbeitti hann sér að birtingarmynd alnæmis í munni. Samstarfsmiðstöð WHO vegna alnæmis var stofnuð við Tannlæknahákólann Kaupmannahöfn 1987. Pindborg hélt meira en 700 fyrirlestra um þetta efni í meira en 50 löndum. Starfsgeta hans var goðsagnakennd. Auk þess að reka einkarannsóknarstofu í munnmeinafræði, var hann ritstjóri Tandlægebladet, Scandinavian Journal of Dental Research, International Journal of Oral Surgery og Community Dentistry and Oral Epidemiology. Hann var höfundur eða meðhöfundur meira en 400 vísindagreina og skrifaði 25 bækur. Hann var útnefndur heiðursfélagi American Academy of Oral Pathology, hlaut tvær heiðursprófessorsstöður og 11 heiðursdoktorsgráður.
Lýsing
Efnisorð
JJ Pindborg, æviágrip, lyflækningar munns, munnkrabbamein, alnæmi
Citation
Richter, S 2024, 'Jens Jørgen Pindborg : frumkvöðull lyflækninga munns', Tannlæknablaðið, vol. 42, no. 1, pp. 60-64. < https://tannlaeknabladid.is/wp-content/uploads/2024/07/doi_1033112_tann.42.1.6.pdf >