Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla

Útdráttur

Markmið þessarar greinar er að varpa ljósi á orðræðu um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla með greiningu á ráðandi stefnumótunarskjölum um háskóla. Þær spurningar sem leitast verður við að svara eru hvort og hvernig orðræða í opinberum stefnuskjölum um háskóla endurspeglar a) lýðræðislegt hlutverk háskóla og b) hvernig háskólum er ætlað að búa nemendur undir ábyrga þátttöku í lýðræðissamfélagi. Valin voru til greiningar lykilskjöl þar sem lagaumgjörð og stefna íslenskra háskóla birtist. Skipta má úrtakinu í þrennt, þar sem skjölin draga fram stefnu háskóla á þremur ólíkum stigum; frá heildarstefnu hins opinbera, til þeirra hugmynda og áhersluatriða sem háskólarnir velja að draga fram í stefnum sínum, og til ætlaðrar framkvæmdar eins og hún er sett fram í ársskýrslum skólanna. Niðurstöður greiningarinnar benda til þess að hugmyndir um lýðræðislegt hlutverk háskóla í opinberum stefnuskjölum séu óljósar og ómótaðar. Stefnur og ársskýrslur háskólanna endurspegla þó ákveðna lýðræðisáherslu, en þrástefið um gæði og samkeppnishæfni skyggir á þá áherslu.

Lýsing

Efnisorð

Universities, Democracy, Policy, SDG 2 - Zero Hunger, SDG 6 - Clean Water and Sanitation, SDG 3 - Good Health and Well-being, SDG 4 - Quality Education, SDG 1 - No Poverty, SDG 5 - Gender Equality, SDG 10 - Reduced Inequalities, SDG 11 - Sustainable Cities and Communities, SDG 12 - Responsible Consumption and Production, SDG 13 - Climate Action, SDG 14 - Life Below Water, SDG 15 - Life on Land, SDG 16 - Peace, Justice and Strong Institutions, SDG 17 - Partnerships for the Goals, SDG 7 - Affordable and Clean Energy, SDG 8 - Decent Work and Economic Growth, SDG 9 - Industry, Innovation, and Infrastructure

Citation

Bjarnadóttir, V S, Ólafsdóttir, A & Geirsdóttir, G 2019, 'Þrástef, þagnir og mótsagnir um lýðræðislegt hlutverk íslenskra háskóla', Stjórnmál og stjórnsýsla, vol. 15, no. 2, pp. 183-204. https://doi.org/10.13177/irpa.a.2019.15.2.3