Tíðatengt loftbrjóst vegna endómetríósu í lunga - sjúkratilfelli

Útdráttur

Endómetríósa getur verið langvinn orsök verkja, blæðingaóreglu og ófrjósemi meðal kvenna. Sjúkdómurinn er vanalega í grindarholi, en getur birst á óvenjulegum stöðum. Hér er lýst tilfelli 39 ára konu með gamla endómetríósugreiningu sem leitaði á heilsugæslu og sjúkrahús í þrígang á öðrum degi blæðinga vegna andþyngsla, takverks og mæði. Myndgreining sýndi loftbrjóst hægra megin í öll skiptin. Við brjóstholsspeglun voru endómetríósu-líkir blettir á yfirborði hægra lunga. Vefjagreining sýndi merki um endómetríósu. Konan hefur verið einkennalaus eftir kemíska fleiðruertingu og hormónameðferð. Greining tíðatengds loftbrjósts þarf að byggjast á samhliða brjósthols- og kviðarholsspeglun með vefjasýnatöku til að fá staðfestingu á sjúkdómnum og tryggja grundvöll meðferðar. Endometriosis is a chronic condition causing menstrual pain, irregular bleeding and infertility among women. Although usually in the pelvis, it can manifest in atypical places. We describe a 39-year old woman with a previous endometriosis diagnosis who presented three times on the second menstrual day with dyspnea and chest pain. Imaging showed right-sided pneumothorax on all three occasions. Thoraco-scopy revealed endometriosis-like lesions. Histology was suggestive of endometriosis. After treatment with chemical pleurodesis and hormonal suppression she has remained symptom-free. Diagnosis should be obtained by concomitant thoraco- and laparoscopy with biopsies to verify the disease and give a basis for appropriate treatment.

Lýsing

Efnisorð

Adult, Endometriosis/complications, Female, Humans, Lung/diagnostic imaging, Menstruation, Pneumothorax/diagnostic imaging

Citation

Kristjánsdóttir, Á, Myrdal, G, Sigurdardottir, M & Geirsson, R T 2021, 'Tíðatengt loftbrjóst vegna endómetríósu í lunga - sjúkratilfelli', Læknablaðið, vol. 107, no. 1, pp. 24-27. https://doi.org/10.17992/lbl.2021.01.617

Undirflokkur