Er búsetumunur á námsárangri þegar ólík þjóðfélagsstaða er tekin með í reikninginn?
Skrár
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Útdráttur
Um áratugaskeið hafa yfirvöld menntamála hér á landi kynnt niðurstöður samræmdra prófa og PISA-rannsóknar OECD þannig að búseta sé önnur lykilbreytan til skýringar á námsframmistöðu ásamt kyni. Framleiðsla stjórnsýslu menntamála á þekkingu á tengslum búsetu og námsárangurs var skoðuð, rætt er hvernig skilgreiningar móta sýn á búsetumuninn og niðurstöður rannsókna á tengslum búsetu og þjóðfélagsstöðu raktar. Gerð var athugun á því að hve miklu leyti þjóðfélagsstaða skýrir muninn milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis á frammistöðu á PISA í lesskilningi, læsi á stærðfræði og læsi á náttúruvísindi í fimm umferðum PISA, frá 2003 til 2015. Algengast var að lítil eða engin tengsl væru milli búsetu og námsframmistöðu þegar þjóðfélagsstaða nemenda hefur verið tekin með í reikninginn samkvæmt fjölbreytuaðhvarfsgreiningum. Þó voru dæmi um að þjóðfélagsstaða skýri ekki búsetumuninn. Búsetusamanburður stjórnsýslu menntamála, sem gerður er í þágu markmiða um framfarir í menntun, gerir ekki ráð fyrir mismunandi þjóðfélagsstöðu nemenda og nærir þannig þjóðarímyndun um vanmáttugt skólastarf á landsbyggðunum.
Lýsing
Efnisorð
PISA, Habitat type, Education, Learning
Citation
Jónsson, Þ A 2020, 'Er búsetumunur á námsárangri þegar ólík þjóðfélagsstaða er tekin með í reikninginn?', Tímarit um uppeldi og menntun, vol. 28, no. 1, pp. 63-87. https://doi.org/10.24270/tuuom.2019.28.4