Vísindadagur Keldna 2023

dc.contributorTilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
dc.contributor.authorIngvarsson, Sigurður
dc.contributor.authorSigurðardóttir, Anna Karen
dc.contributor.authorErlingsdóttir, Ásthildur
dc.contributor.authorBragason, Birkir Thor
dc.date.accessioned2025-09-22T12:56:41Z
dc.date.available2025-09-22T12:56:41Z
dc.date.issued2023-04-19
dc.description.abstractTilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum fagnar sjötíu og fimm ára starfsafmæli í ár. Af því tilefni er ráðstefna/vísindadagur sem fer fram 19. apríl 2023 á bókasafni Tilraunastöðvarinnar. Tilraunastöðin starfar fyrst og fremst sem rannsóknastofa á háskólastigi og er eini vettvangurinn í landinu þar sem rannsóknir, skimunarverkefni og greiningar fara fram á dýrasjúkdómum á mörgum fræðasviðum. Rannsakaðir eru sjúkdómar og smitefni í flestum spendýrategundum Íslands og allmörgum fugla-, fisk- og lindýrategundum. Tilraunastöðin er í nánu samstarfi við atvinnulífið, má þar nefna landbúnað, fiskeldi, matvælaframleiðslu og líftækniiðnað. Starfið er rótgróið og gott dæmi um samlegðaráhrif vísindastarfs og atvinnulífs. Vel hefur gengið að vinna með þær sérstöku aðstæður sem eru á Íslandi varðandi dýrasjúkdóma og greiningar á þeim. Vísindadagurinn hefur fest sig í sessi sem vettvangur fyrir kynningu á starfsemi og fræðasviðum Keldna. Ráðstefnan er allan daginn og aðgangur er öllum heimill að kostnaðarlausu. Nú er vísindadagurinn með almennara sniði en oft áður og er m.a. ætlaður sem samráðsvettvangur hagaðila sem starfa í lífvísinda- og dýraheilbrigðisfræðum. Þeir fyrirlesarar sem sjá um fræðsluna eru sérfræðingar á Keldum og aðrir sérfræðingar frá háskólum og vísindastofnunum innanlands og erlendis. Einnig verða kynnt veggspjöld sem greina frá ýmsum verkefnum á Keldum. Anna Karen Sigurðardóttir, Ásthildur Erlingsdóttir og Birkir Þór Bragason eru í vísindanefnd sem sér um undirbúning og skipulag. Ég færi þeim mínar bestu þakkir fyrir spennandi og fjölbreytta dagsskrá. Mínar bestu árnaðaróskir til núverandi og fyrrverandi Keldnastarfsmanna og hamingjuóskir með árangur síðastliðna áratugi. Framlag þeirra hefur gert Keldur að þeirri framsýnu rannsóknastofnun dýrasjúkdóma sem hún er í dag. Á Keldum er fagleg forysta á ýmsum fræðasviðum og mikil þekking og reynsla. Ég óska Tilraunastöðinni og starfsmönnum hennar áframhaldandi velgengni og velfarnaðar í framtíðinni. Sigurður Ingvarsson, forstöðumaður og prófessoris
dc.format.extent21
dc.format.extent3507558
dc.identifier.citationIngvarsson, S, Sigurðardóttir, A K, Erlingsdóttir, Á & Bragason, B T 2023, Vísindadagur Keldna 2023. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. < https://keldur.is/sites/keldur.is/files/2023-04/V%C3%ADsindadagur2023_uppf%C3%A6rt.pdf >en
dc.identifier.other122045805
dc.identifier.other44b86136-cdf2-49d3-8e28-4816048c8542
dc.identifier.urihttps://hdl.handle.net/20.500.11815/5636
dc.language.isois
dc.publisherTilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum
dc.relation.urlhttps://keldur.is/sites/keldur.is/files/2023-04/V%C3%ADsindadagur2023_uppf%C3%A6rt.pdfen
dc.rightsinfo:eu-repo/semantics/restrictedAccessen
dc.titleVísindadagur Keldna 2023is
dc.type/dk/atira/pure/researchoutput/researchoutputtypes/othercontribution/otheren

Skrár

Original bundle

Niðurstöður 1 - 1 af 1
Nafn:
2023V_sindadagur19apr_l.pdf
Stærð:
3.35 MB
Snið:
Adobe Portable Document Format