Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi

Dagsetning

Höfundar


Journal Title

Journal ISSN

Volume Title

Útgefandi

Útdráttur

Hvaða hugmyndir eru ríkjandi um hvernig innflytjendur verða fullgildir þátttakendur að íslensku samfélagi? Í rannsóknarverkefninu „Samfélög án aðgreiningar?“ voru spurningar um viðhorf til aðlögunar innflytjenda og fjölmenningar lagðar fyrir hentugleikaúrtak innflytjenda og slembiúrtak Íslendinga í tólf sveitarfélögum. Hér er þessum viðhorfum lýst og athugað hvort þau tengist félagslegum bakgrunni svarenda og hvort fella megi þau í flokka aðlögunarkenninga um samþættingu eða samlögun. Sett er fram lýsandi tölfræði fyrir væntingar Íslendinga og innflytjenda til aðlögunar út frá aldri, kyni, menntun, tekjum, stöðu á vinnumarkaði og búsetu. Gerð var línuleg aðhvarfsgreining á tengslum þessara breyta við samlögunar- og samþættingarvæntingar. Niðurstöður sýna að bæði heimamenn og innflytjendur gera ráð fyrir að innflytjendur læri íslensku. Innflytjendur sjálfir hafa meiri væntingar um samlögun en heimamenn hafa. Hærri aldur, karlkyn og minni menntun tengjast auknum væntingum um samlögun innflytjenda að íslensku samfélagi. Ekki koma fram tengsl hugmynda Íslendinga um innflytjendur og þess hvort meiri eða minni fjölgun innflytjenda hefur orðið í sama sveitarfélagi eða hverfi. Sú niðurstaða er ekki í samræmi við eldri rannsóknir sem þóttu benda til þess að fjölgun innflytjenda hefði í för með sér neikvæðara viðhorf Íslendinga gagnvart þeim.

Lýsing

Efnisorð

SDG 2 - Zero Hunger, SDG 6 - Clean Water and Sanitation, SDG 3 - Good Health and Well-being, SDG 4 - Quality Education, SDG 1 - No Poverty, SDG 5 - Gender Equality, SDG 10 - Reduced Inequalities, SDG 11 - Sustainable Cities and Communities, SDG 12 - Responsible Consumption and Production, SDG 13 - Climate Action, SDG 14 - Life Below Water, SDG 15 - Life on Land, SDG 16 - Peace, Justice and Strong Institutions, SDG 17 - Partnerships for the Goals, SDG 7 - Affordable and Clean Energy, SDG 8 - Decent Work and Economic Growth, SDG 9 - Industry, Innovation, and Infrastructure

Citation

Sölvason, Ó H, Jónsson, Þ A & Meckl, M 2021, 'Væntingar Íslendinga og hugmyndir innflytjenda um aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi', Íslenska þjóðfélagið., vol. 12, no. 1, pp. 51-71. < https://thjodfelagid.is/index.php/Th/article/view/214 >