Bráð slagmeðferð á Landspítala - hvar stöndum við og hvert stefnum við?

Útdráttur

Bakgrunnur Framfarir í meðferð og þjónustu hafa dregið úr þungri byrði slagsjúkdóma, þar á meðal sérhæfðar slageiningar, segaleysandi meðferð í bláæð og segabrottnám við blóðþurrðarslagi ásamt skjótri og markvissri lækkun blóðþrýstings við heilablæðingar. Þessi rannsókn skoðar gæði bráðrar slagmeðferðar á Landspítala. Aðferðafræði Um er að ræða afturskyggna þversniðsrannsókn þar sem einstaklingum með slag sem leituðu bráðrar meðferðar á Landspítala árið 2022 er lýst og gæði bráðameðferðar er metin með gæðavísum og borin saman við erlend viðmið. Niðurstöður Á árinu 2022 voru 337 tilfelli blóðþurrðarslags og 71 tilfelli heilablæðingar meðhöndluð á Landspítala. Meðalaldur var 70,7 ár (SD: 14,4). Í 72,6% tilfella voru sex klukkustundir eða styttra frá klínísku upphafi að komu á Landspítala. Formlegt mat á einkennum með NIHSS-skalanum var skráð hjá 29,8% og 24,3% fengu tölvusneiðmynd (TS) af heila innan 15 mínútna. Enduropnunarmeðferð var veitt í 17,8% tilfella. Miðgildi tíma frá komu til segaleysandi lyfjagjafar var 31 mínúta og til upphafs segabrottnáms 93 mínútur. Góð enduropnun (mTICI 2b-3) náðist í 69% segabrottnáma. Af öllum heilablæðingum höfðu 57,9% skráð fyrirmæli um slagbilsblóðþrýstingsmarkmið (36,0% <160 mmHg og 17,2% <140 mmHg). Alls tengdust 19,7% heilablæðinga blóðþynningu, þar af fengu 66,7% viðsnúningsmeðferð. 67,0% tilfella blóðþurrðarslaga og 57,7% heilablæðinga lögðust inn á taugalækningadeild. Miðgildi tíma að innlögn var 7,82 klukkustundir; 19,6% blóðþurrðarslaga var vísað í TIA/slag göngudeild. Umræður Landspítali náði gæðaviðmiðum varðandi fjölda segabrottnámsmeðferða, næstum hvað hraða segaleysandi meðferðar varðar en á öðrum sviðum er rými til úrbóta. Niðurstöðurnar má nota til að styðja við frekari eflingu bráðrar slagmeðferðar á Íslandi og sem grundvöll stefnumótunar.

Background: Advances in acute stroke care including specialized stroke units, intraveneous thrombolysis and mechanical thrombectomy for ischemic stroke, and prompt blood pressure reduction in intracerebral hemorrhage, have significantly reduced its devasting consequences. This study investigates acute stroke care quality at Landspitali University Hospital in Iceland (LUH). Method: Retrospective, cross-sectional study describing the cohort of stroke patients seeking emergency treatment at LUH in 2022, comparing the quality of provided treatment to benchmarks set in neighbouring countries. Results: Among 337 adult ischemic strokes and 71 intracerebral hemorrhages, the mean age was 70,7 (SD: 14,4); 72,6% arrived to LUH within six hours of onset. Baseline NIHSS was documented in 29,8% and 24,3% received a CT scan within15 minutes. Revascularisation therapy was given to 17,8% of ischemic strokes. Median door-to-needle and door-to-puncture times were 31 and 93 minutes with thrombolysis and thrombectomy, respectively; 69% of thrombectomies achieved a good reperfusion grade (mTICI 2b-3). In cases of intracerebral hemorrhage, 57,9% had documented systolic blood pressure targets, with 36,0% aiming for <160 mmHg and 17,2% for <140 mmHg. Anticoagulation was associated with 19,7% of these hemorrhages, of which 66,7% received reversal treatment. In all, 67,0% of ischemic stroke cases and 57,7% of intracerebral hemorrhages were admitted to a Neurology department, with a median admission time of 7,82 hours. Additionally, 19,6% of ischemic stroke cases were referred to a TIA/stroke outpatient clinic. Conclusion: The hospital met benchmarks in thrombectomy rates and nearly in door-to-needle time in thrombolysis. There is room for improvement in other areas. The results can be used to support further enhancement of acute stroke treatment in Iceland and as a basis for policy development.

Lýsing

Publisher Copyright: © 2025 Laeknafelag Islands. All rights reserved.

Efnisorð

intracerebral hemorrhage, intravenous thrombolysis, Ischemic stroke, mechanical thrombectomy, quality, stroke, taugasjúkdómafræði, endurhæfingarhjúkrun, General Medicine

Citation

Þórarinsson, B L, Klinke, M E & Sveinsson, Ó Á 2025, 'Bráð slagmeðferð á Landspítala - hvar stöndum við og hvert stefnum við?', Læknablaðið, vol. 111, no. 4, pp. 166-174. https://doi.org/10.17992/lbl.2025.04.835

Undirflokkur