Opin vísindi

Vitamin D in northern latitudes: Intake and status in Icelandic children

Vitamin D in northern latitudes: Intake and status in Icelandic children


Titill: Vitamin D in northern latitudes: Intake and status in Icelandic children
Aðrir titlar: D-vítamín á norðlægum slóðum: Inntaka og búskapur íslenskra barna.
Höfundur: Þórisdóttir, Birna
Leiðbeinandi: Ingibjörg Gunnarsdóttir og Bryndís Eva Birgisdóttir
Útgáfa: 2018-08
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Heilbrigðisvísindasvið (HÍ)
School of Health Sciences (UI)
Deild: Matvæla- og næringarfræðideild (HÍ)
Faculty of Food Science and Nutrition (UI)
ISBN: 9789935939449
Efnisorð: Infant; Child; Vitamin D; Nutrition policy; Public health; Ungbörn; Börn; D vítamín; Næringarfræði; Næringarstefna; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/919

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Background: Adequate nutrition in childhood is essential for growth, development and health. Vitamin D supplement use is recommended in Iceland, starting in infancy. Little information exists on the vitamin D status of Icelandic infants and children. Vitamin D has been suggested to affect the development of sensitization to food allergens and food allergy. Aim: To study adherence to dietary guidelines among 6-year-old children (paper I), their vitamin D intake and vitamin D status at 12 months and 6 years (papers II and III) and compare vitamin D and feeding in infancy between 6-year-old children IgE-sensitized to food allergens and non-sensitized children (paper IV). Methods: The study population is a nationally representative Icelandic cohort of infants born in 2005, followed up at 6 years of age. Three-day weighed food records were kept at 9 months (n=196), 12 months (n=170) and 6 years (n=162). Total vitamin D intake was calculated from both diet and supplements. Further infant nutrition data was collected by dietary history from birth to 5 months and by monthly 1-day food records at 5-8 and 10-11 months of age. Serum 25-hydroxyvitamin D (25(OH)D) was measured at 12 months (n=76) and 6 years (n=139) and serum-specific IgE-antibodies against food at 6 years (n=144). Cut-off values for vitamin D deficiency, insufficiency, sufficiency and possibly adversely high levels were set at 25(OH)D <30 nmol/L, 30-50 nmol/L, >50 nmol/L and >125 nmol/L, respectively. The cut-off value for sensitization was set at specific IgE ≥0.35 kUA/L. Results: Adherence to dietary guidelines varied among 6-year-old children but was poor in general. A quarter, or less, of the children followed the guidelines for fruit and vegetables, fish, wholegrain bread and other fiber-rich cereals and vitamin D supplements. The food intake was mirrored in a non-optimal distribution of macronutrients, fiber and salt intake. Vitamin and mineral density of the diet seemed however adequate, except for vitamin D. Supplements (fish liver oil or liquid infant drops during the first months) were the main sources of vitamin D. Total vitamin D intake was higher at 9-12 months than at 6 years (the median intakes were 8.7 μg/d vs. 4.9 μg/d, respectively, p<0.01). The mean±SD concentration of 25(OH)D at 12 months was 98±32 nmol/L, with 92% of infants defined as having sufficient vitamin D status and none deficient. Vitamin D intake at 9-12 months, either from use of vitamin D supplements or consumption of fortified foods in significant amounts (e.g., 200 ml/d of formula), or both, was the main observed determinant for vitamin D status 12 months. Breastfeeding and season were not associated with vitamin D status at 12 months. Taking vitamin D supplements increased the risk of serum 25(OH)D at possibly adversely high levels, observed in a quarter of 12-month-old infants. At 6 years, vitamin D status was lower than in infancy (57±18 nmol/L), 30% of children were insufficient and 6% deficient. Higher total vitamin D intake at 6 years, blood samples collected in summer and higher serum 25(OH)D measured at 12 months, were associated with higher likelihood of vitamin D sufficiency at 6 years. The vitamin D status decreased during autumn in children not using vitamin D supplements. Fourteen 6-year-old children (10%) were sensitized to food allergens. Higher vitamin D intake at 12 months (OR=0.8, 95% CI=0.7-0.99) and vitamin D supplement use at 6 years (OR=0.2, 95% CI=0.1-0.98) were associated with lower risk of sensitization. Introduction of solid foods prior to four months was associated with increased risk of sensitization (OR=4.9, 95% CI=1.4-17). More weight gain and head circumference growth from 0-2 months and higher prevalence of overweight at 6 years was observed among sensitized than non-sensitized children. Conclusions: The results indicate that a public health effort among Icelandic children is needed to increase adherence to dietary guidelines, including vitamin D supplement use. Healthy Icelandic infants and children receiving the recommended 10 µg/d vitamin D are likely to be vitamin D sufficient. Vitamin D insufficiency and deficiency may however be prevalent among 6-year-old children due to insufficient intake. Monitoring of diet and vitamin D status among Icelandic infants and children is important, looking both at low and high vitamin D levels. Further studies are needed on the associations of vitamin D and diet with food sensitization and allergy.
 
Inngangur: Næring á fyrstu árum ævinnar skiptir miklu máli fyrir vöxt, þroska og heilsu. Á Íslandi eru D-vítamínbætiefni ráðlögð frá ungbarnaskeiði. D-vítamínbúskapur íslenskra barna hefur lítið verið rannsakaður. D-vítamín hefur verið tengt við þróun á næmi fyrir fæðu og fæðuofnæmi. Markmiðið: Að rannsaka fylgni sex ára barna við opinberar ráðleggingar um mataræði (grein I), D-vítamíninntöku og D-vítamínbúskap við 12 mánaða og sex ára aldur (greinar II og III) og tengsl D-vítamíns og mataræðis við næmi fyrir fæðu við sex ára aldur (grein IV). Aðferðir: Þátttakendur voru börn fædd árið 2005 sem tóku þátt í ungbarnarannsókn á fyrsta ári og eftirfylgnirannsókn við sex ára aldur. Allur matur, drykkur og bætiefni voru vigtuð og skráð í matardagbækur í þrjá samfellda daga við 9 mánaða (n=196), 12 mánaða (n=170) og sex ára aldur (n=162). Heildar D-vítamíninntaka var reiknuð úr mat og bætiefnum. Frekari upplýsingar um mataræði fengust með fæðusögu fram til fimm mánaða aldurs og mánaðarlegum eins dags matardagbókum á aldrinum 5-8 og 10-11 mánaða. Kannaður var styrkur 25-hýdroxývítamíns D (25(OH)D) í sermi við 12 mánaða (n=76) og sex ára aldur (n=139) og sértæk IgE mótefni fyrir fæðu voru mæld við sex ára aldur (n=144). D-vítamínbúskapur var skilgreindur út frá 25(OH)D gildum sem skortur (<30 nmól/L), ófullnægjandi (30-50 nmól/L), fullnægjandi (>50 nmól/L) og mögulega óæskilega hár (>125 nmól/L). IgE mótefnaprófið var jákvætt ef svarið var >0,35 kUA/L. Niðurstöður: Mataræði sex ára barna samræmdist almennt séð ekki ráðleggingum. Fjórðungur barna, eða tæplega það, fylgdi ráðleggingum um neyslu á ávöxtum og grænmeti, fiski, heilkorna brauðum og trefjaríkum kornvörum og D-vítamínbætiefnum. Samsetning orkugefandi næringarefna, trefjaneysla og saltneysla var ekki eins og best verður á kosið. Hins vegar veitti mataræðið sem svarar ráðlögðum dagskammti fyrir flest vítamín og steinefni að undanskildu D-vítamíni. D-vítamínbætiefni (lýsi og AD dropar á fyrsta ári) voru aðal D-vítamíngjafarnir. Miðgildi D-vítamíninntöku var hærra við 9-12 mánaða aldur (8,7 µg/d) en við sex ára aldur (4,9 µg/d, p<0,01). Meðalstyrkur D-vítamíns var 98±32 nmól/L við 12 mánaða aldur, 92% barna hafði fullnægjandi D-vítamínbúskap og ekkert þeirra D-vítamínskort. D-vítamíninntaka við 9-12 mánaða aldur, annaðhvort með notkun D-vítamínbætiefna eða D-vítamínbættra ungbarnavara (t.d. 200 ml/d af Stoðmjólk), var tengd fullnægjandi D-vítamínbúskap. Brjóstagjöf og árstíð voru ekki tengd D-vítamínbúskap við 12 mánaða aldur. Fjórðungur 12 mánaða barna hafði mögulega óæskilega háan D-vítamínbúskap og notkun D-vítamínbætiefna jók líkur á því. Meðalstyrkur D-vítamíns var lægri við sex ára aldur (57±18 nmól/, p<0.01), 30% barna höfðu ófullnægjandi D-vítamínbúskap og 6% voru með D-vítamínskort. Hærri D-vítamíninntaka við sex ára aldur, D-vítamín mælt að sumri til og hærri D-vítamínbúskapur mældur við 12 mánaða aldur juku líkur á fullnægjandi D-vítamínbúskap. D-vítamínbúskapur sex ára barna lækkaði að hausti til meðal barna sem ekki notuðu D-vítamínbætiefni. Fjórtán sex ára börn (10%) voru næm fyrir fæðu. Hærri D-vítamíninntaka við 12 mánaða aldur (OR=0,8; 95% CI=0,7-0,99) og notkun D-vítamínbætiefna við sex ára aldur (OR=0,2; 95%CI=0,1-0,98) tengdust minni hættu á næmi. Líkur á næmi jukust ef byrjað var að gefa fasta fæðu fyrir 4 mánaða aldur (OR=4,9; 95% CI=1,4-17). Meðal næmra barna sást meiri þyngdaraukning og höfuðvöxtur frá fæðingu til tveggja mánaða aldurs og hærri tíðni ofþyngdar við sex ára aldur. Ályktanir: Niðurstöðurnar benda til þess að átaks sé þörf svo að íslensk börn fylgi betur ráðleggingum um mataræði, þar á meðal um notkun D-vítamínbætiefna. Þær benda til þess að heilbrigð íslensk börn sem fylgja ráðleggingum, þ.e.a.s. fá 10 µg af D-vítamíni á dag, séu líklega með fullnægjandi D-vítamínbúskap. Ófullnægjandi D-vítamínbúskapur og D-vítamínskortur var hins vegar algengur meðal sex ára barna í rannsókninni vegna lítillar D-vítamíninntöku. Mikilvægt er að fylgjast með mataræði og D-vítamínbúskap íslenskra barna og beina sjónum bæði að lágum og háum blóðgildum. Þörf er á frekari rannsóknum á tengslum D-vítamíns og mataræðis við næmi og ofnæmi.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: