Opin vísindi

„Varla er til ófrýniligri sjón...“ Borgarlýsingar í ferðaskrifum Tómasar Sæmundssonar

„Varla er til ófrýniligri sjón...“ Borgarlýsingar í ferðaskrifum Tómasar Sæmundssonar


Title: „Varla er til ófrýniligri sjón...“ Borgarlýsingar í ferðaskrifum Tómasar Sæmundssonar
Alternative Title: One could scarcely imagine a more terrible sight...“ Descriptions of Cities in Tómas Sæmundsson’s travel writings
Author: Lerner, Marion
Date: 2018
Language: Icelandic
Scope: 51-73
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Department: Íslensku- og menningardeild (HÍ)
Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI)
Series: Ritið;18(2)
ISSN: 1670-0139
2298-8513 (eISSN)
DOI: 10.33112/ritid.18.2.3
Subject: Ferðasögur; Borgir; Borgarskipulag; Fagurfræði; Tómas Sæmundsson; Fjölnir; Travel writing; Urban planning; Asthetics of cities
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/837

Show full item record

Abstract:

 
Í greininni eru skoðuð ferðaskrif Tómasar Sæmundssonar en til þeirra teljast ýmis greinaskrif, Ferðabók Tómasar ásamt ítarlegum inngangi og nokkur bréf sem hann ritaði á ferðalögum. Spurt er hvernig Fjölnismaðurinn tjái sig um borgir. Hvernig vill hann kynna borgir fyrir íslenskum lesendum á 19. öld? Hvernig reynir hann að útskýra hlutverk borga og hvernig lýsir hann hversdagslífinu sem fram fer í stórum borgum? Hvers konar myndmál notar hann til að ýta undir hugmyndaflug lesenda sinna? Á löngu ferðalagi sínu um Evrópu og víðar sá Tómas ýmsar borgir. Sumar kunni hann vel að meta en í öðrum leið honum augljóslega ekki vel. Í skrifum hans má finna ýmsar vísbendingar um það hvað honum fannst einkenna fallegar borgir en einnig hvað það var sem virkaði fráhrindandi á hann. Hann var óhræddur við að fella dóma um fegurð og ljótleika borga eða borgarhluta. Þessir dómar eru leitaðir uppi og settir skipulega fram í greininni. Menntamaðurinn ungi hafði greinilega kynnt sér ýmislegt um borgarskipulag og var nægilega hugrakkur til að sjá fyrir sér framtíðarskipulag Reykjavíkur. Í greininni er þessi sýn Tómasar stuttlega sett í samhengi við seinni tíma þróun á höfuðborg Íslands.
 
This article examines Tómas Sæmundsson’s travel writings from his tour of Europe in the early nineteenth century. Sæmundsson visited various cities and then wrote his Ferðabók, along with a detailed introduction and several letters written to family and friends. These travel writings are examined to reveal how Sæmundsson expresses himself about the European cities he visited. How does he present these cities to his nineteenth-century Icelandic readers? How does he attempt to explain the role of the city and describe daily life in the cities? What sort of imagery does he employ to stimulate his readers’ interest and imagination? As the study demonstrates, Sæmundsson’s writings contain various observations on what characterized the cities he visited, what he found fascinating, and what he found repugnant. He was unafraid to pass aesthetic judgement on the different places and neighborhoods and to declare them to be beautiful or ugly. As a result of the article’s analysis and systematic exposition of Sæmundsson’s evaluations, it becomes evident that the young Icelandic academic had already acquired some basic knowledge of urban planning, and that he was brave enough to envision a possible layout for Iceland’s capital city, Reykjavik.
 

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)