Opin vísindi

Af akri lýðfræði Íslands

Af akri lýðfræði Íslands


Title: Af akri lýðfræði Íslands
Author: Jonsson, Stefan Hrafn   orcid.org/0000-0002-9732-9886
Date: 2017
Language: Icelandic
Scope: 17-35
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Department: Félags- og mannvísindadeild (HÍ)
Faculty of Social and Human Sciences (UI)
Series: Íslenska þjóðfélagið;8(2)
ISSN: 1670-875X
1670-8768 (eISSN)
Subject: Lýðfræði; Mannfjöldi; Fæðingartíðni; Lífslíkur; Búferlaflutningar; Fjölskyldan; Demography; Population changes; Births; Life expectancy; Migration; Family types; ævi
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/831

Show full item record

Abstract:

 
Í þessari grein er fjallað um lýðfræði sem undirgrein félagsfræðinnar í alþjóðlegu vísindastarfi. Fjallað er um helstu svið innan lýðfræðinnar, breytingar á mannfjölda á Íslandi síðustu áratugi og rannsóknir sem íslenskir fræðimenn hafa gert til aukins skilnings á lýðfræðilegum ferlum íslensku þjóðarinnar. Fjallað er um breytingar á mannfjölda á Íslandi í sögulegu ljósi áður en hugað er að mannfjöldabreytingum síðustu áratuga. Lögð er áhersla á fæðingar, búferlaflutninga og fjölskyldugerð. Fjölgun fólks á Íslandi hefur verið mun meiri en fæðingartíðni íslenskra kvenna stendur undir, m.a. vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar og fjölda innflytjenda síðustu áratugi. Fjöldi fæðinga náði sögulegu hámarki árið 2009 en fjöldi fæddra barna á ævi hverrar konu náði sögulegu lágmarki árið 2016. Meðalævilengd hefur lítið breyst allra síðustu ár, m.a. eftir að tíðni ungbarnadauða varð tölfræðilega mjög lág. Búferlaflutningar til og frá landinu verða að öllum líkindum rannsóknarefni félagsvísindafólks um langt skeið, þó sérstaklega þau félagslegu, efnahagslegu og menningarlegu áhrif sem flutningarnir hafa á sífellt fjölbreyttara samfélag. Nýliðun í hópi íslenskra lýðfræðinga hefur verið nokkuð hæg en vonir standa til að aukning verði á rannsóknum á sviði formlegrar lýðfræði á næstu árum sem auka muni skilning á mannfjöldaþróun og samspili mannfjöldans við aðrar grunnstoðir samfélagsins.
 
This article discusses demography as a subfield of sociology. The article covers the main topics of demography, the size, composition and distribution of human population and addresses research by Icelandic scholars that have contributed to increased understanding of the demography of the Icelandic population. Historical changes in the population are discussed before covering the changes in population in recent decades. Emphasis is placed on births, migration and family type. The growth of the Icelandic population has been much greater than the national birth rate suggests, because of the age composition of the population immigration. The number of births reached a historical peak in 2009, while the number of children born per woman reached a historical low in 2016. Life expectancy has changed little in recent years, after infant mortality reached a statistically very low level. External migration will most likely be a popular research topic in the coming years, especially the social, economic and cultural impacts that the migration will have on an ever changing society. The recruitment of new Icelandic demographers has been slow, formal demographic research will hopefully prosper and deepen our understanding of population dynamics and the interaction of the population with other fundamental aspects of society.
 

Rights:

This work is licensed under a Creative Commons Attribution-NonCommercial 4.0 International License.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)