Opin vísindi

Svo kom illskan …: femínísk túlkun Ivone Gebara á illskunni

Svo kom illskan …: femínísk túlkun Ivone Gebara á illskunni


Title: Svo kom illskan …: femínísk túlkun Ivone Gebara á illskunni
Author: Bóasdóttir, Sólveig Anna
Date: 2018
Language: Icelandic
Scope: 50-63
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Department: Guðfræði- og trúarbragðadeild (HÍ)
Faculty of Theology and Religious Studies (UI)
Series: Ritröð Guðfræðistofnunar;46(1)
ISSN: 2298-8270
Subject: Guðfræði; Illska; Femínismi; Konur
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/776

Show full item record

Abstract:

 
Í greininni er sjónum beint að guðfræðilegri túlkun Ivone Gebara á illsku og frelsun. Gebara, sem er brasilískur samtímaguðfræðingur, setur illskuna í víðara samhengi en jafnan hefur verið gert. Í stað þess að leggja áherslu á uppruna hennar og orsakir horfir hún til veruleika hennar í samfélaginu, einkum í lífi og kjörum fátækra kvenna í Suður-Ameríku. Gebara tekur undir sjónarmið sem rekja má allt til Ágústínusar um að illskan sé raunveruleiki sem hvarvetna blasi við og snýr þannig ekki baki við hinni fornkristnu túlkunarhefð um illskunna. Hins vegar hafnar hún þeirri túlkun trúarhefðarinnar að illskan byggist á rangri notkun á frelsi manna. Það eigi ekki við um konur því að þær hafi ekki búið við frelsi gegnum tíðina. Illskan tengist hins vegar valdi og yfirráðum órofa böndum og birtist í samfélaginu ýmist sem synd, þjáning eða óréttlæti. Gebara talar um illskuna í fleirtölu (e. evils) frekar en í eintölu og það sama gildir um frelsunarhugtakið. Raddir og reynsla kvenna er í brennidepli í lýsingum Gebara á illsku sem þjáningu og kúgun. Eitt mikilvægasta framlag hennar til orðræðunnar um illsku í dag er sá tengsla- og skyldleikaskilningur sem hún og fleiri boða nú um stundir. Það framlag gengur út á að allt líf sé samtengt og innbyrðis háð. Ekkert líf geti þrifist óháð öðru lífi. Saga mannsins byggist á sögu og þróun lífríkisins.
 
The article focuses on the theological interpretation of Ivone Gebara of evil and salvation. Gebara, a Brazilian contemporary theologian, puts evil in a wider context than has been done. Instead of emphasizing its origins and causes, she looks at its reality in society, especially in the lives and situations of poor women in South America. Gebara’s view on evil, often attributed to Augustine, is that evil is a reality that cannot be explained away. On the other hand, she rejects the traditional interpretation that evil is the wicked and voluntary behavior of individuals, based on human freedom. This interpretation does not apply to women because they have not had freedom in their lives. According to her, evil relates to power and manifests itself in society as sin, suffering and injustice. Gebara talks about evil in the plural rather than singular, and the same applies for her concept of salvation. She highlights the voices and experiences of poor women that describe daily suffering and oppression. One of her most important contributions to current discourse on evil and salvation is the relatedness as a condition for life. Life is a network of relationships. Human history is closely related to the history of the physical nonhuman world.
 

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)