Opin vísindi

Rituð textagerð barna í 1.–4. bekk: Þróun, einstaklingsmunur og áhrif umskráningar, málþroska og sjálfstjórnar

Rituð textagerð barna í 1.–4. bekk: Þróun, einstaklingsmunur og áhrif umskráningar, málþroska og sjálfstjórnar


Title: Rituð textagerð barna í 1.–4. bekk: Þróun, einstaklingsmunur og áhrif umskráningar, málþroska og sjálfstjórnar
Alternative Title: Icelandic children´s text writing in first to fourth grade: The development, individual differences and effect of encoding, language skills and self-regulation
Author: Oddsdóttir, Rannveig
Advisor: Hrafnhildur Ragnarsdóttir
Date: 2018-02-09
Language: Icelandic
Scope: 310
University/Institute: Háskóli Íslands
University of Iceland
School: Menntavísindasvið (HÍ)
School of Education (UI)
Department: Kennaradeild (HÍ)
Faculty of Teacher Education (UI)
ISBN: 9879935931108
Subject: Ritun; Málþroski; Yngsta stig grunnskóla; Stafsetning; Ritunarkennsla; Blandaðar rannsóknir; Doktorsritgerðir
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/671

Show full item record

Citation:

Rannveig Oddsdóttir. (2018). Rituð textagerð barna í 1.–4. bekk: Þróun, einstaklingsmunur og áhrif umskráningar, málþroska og sjálfstjórnar (doktorsritgerð). Háskóli Íslands, Reykjavík

Abstract:

 
Textaritun er flókið viðfangsefni sem tekur langan tíma að ná góðum tökum á. Börn byrja ung að prófa sig áfram með ritað mál og nýta sér teikningar og tákn til að koma hugsun sinni til skila. Smám saman átta þau sig á uppbyggingu ritmáls og fara að skrá texta á hefðbundinn hátt og ná tökum á því að skrifa texta í samfelldu máli. Málþroski er ein helsta undirstaða textaritunar. Það þarf orð til að tjá hugsun sína og málfræði og setningafræði gegnir mikilvægu hlutverki í því að skýra hugmyndir sínar og setja saman samfelldan texta. Færni í umskráningu er önnur meginstoð ritaðrar textagerðar. Það er nauðsynlegt að hafa táknkerfi ritmálsins á valdi sínu til að geta komið hugsun sinni í rituð tákn og sjálfvirkni í umskáningu er ein helsta forsenda þess að einstaklingur geti beint hugsun sinni að inntaki og framsetningu textans. Auk þessara tveggja meginstoða byggir textaritun á annarri vitsmunalegri færni eins og að geta sett sig í spor annarra og metið þarfir þeirra fyrir upplýsingar og geta stýrt hugsun sinni og vinnubrögðum í kringum ritunina til að ná sem bestum árangri. Í því sambandi eru stýrifærni og sjálfstjórn hugsunar og hegðunar talin gegna mikilvægu hlutverki. Fyrri rannsóknir hafa sýnt að allir ofangreindir þættir hafa áhrif á frammistöðu barna í ritaðri textagerð, en áhrif þeirra eru breytileg eftir því hvar börn eru á vegi stödd í þróun ritunar. Meðan börn hafa ekki náð góðri sjálfvirkni í umskráningu er hún þeim fjötur um fót í textaritun og þau ná ekki að fullu að virkja hæfni sína í öðrum þáttum sem ritunin byggir á. Áhrif umskráningar á ritun eru því sterkari hjá yngri nemendum en þeim eldri. Hversu sterk og langvarandi áhrif umskráningar á textagerðina eru getur verið breytilegt eftir því hve flókinn rithátt tungumál hafa því það er erfiðara að ná tökum á umskráningunni í tungumálum sem hafa óhljóðréttan rithátt og flókna stafsetningarhefð en í tungumálum sem hafa einfaldari rithátt. Rannsóknir á samspili þessara þátta í ólíkum tungumálum eru því mikilvægar til að varpa skýrara ljósi á tengsl þessara þátta. Fleiri þættir koma einnig við sögu og geta haft afgerandi áhrif á framvindu þróunarinnar. Ber þar helst að nefna þá kennslu sem börnin fá og hversu fjölbreytt og tíð tækifæri þeim gefast til að spreyta sig á og þróa ritun sína. Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um þróun ritaðrar textagerðar hjá íslenskum börnum í 1.–4. bekk. Leitað var svara við þremur meginspurningum: 1) Hvernig þróast ritaðar frásagnir og upplýsingatextar íslenskra barna í 1.–4. bekk? 2) Spáir færni í umskráningu, málþroska og sjálfstjórn í 1. bekk fyrir um frammistöðu barna í ritun í 2. og 4. bekk? 3) Hvernig birtist einstaklingsmunur í frammistöðu og framförum í ritaðri textagerð í 1.–4. bekk og hvað veldur honum? Tveimur hópum barna, alls 83 börnum, var fylgt eftir í fjögur ár, frá 1. bekk upp í 4. bekk. Málþroski barnanna, umskráningarfærni og sjálfstjórn voru metin þegar börnin voru í 1. bekk og gögnum um ritun safnað frá öðrum hópnum þegar börnin voru í 1., 2. og 4. bekk en frá hinum hópnum í 2., 3. og 4. bekk. Í hverri fyrirlögn skrifuðu börnin tvo texta, frásögn og upplýsingatexta. Blandaðar aðferðir voru notaðar við greiningu og úrvinnslu gagna. Megindleg greining á textunum náði til byggingar þeirra, lengdar, orðaforða, samloðunar og stafsetningar. Lýsandi tölfræði og t-próf voru notuð til að meta stöðu barnanna í rituninni í hverjum bekk fyrir sig og framfarir á milli ára. Samhliða megindlegri greiningu var rýnt nánar í gögnin með eigindlegum aðferðum til að draga skýrar fram einkenni textanna á hverjum tíma, framfarir milli ára og einstaklingsmun. Fylgniútreikningar voru notaðir til að skoða tengsl milli frammistöðu barnanna í textategundunum tveimur og fjölbreytuaðhvarfsgreiningu beitt til að kanna forspárgildi umskráningar, málþroska og sjálfstjórnar fyrir frammistöðu í textagerð í 2. og 4. bekk Ágætar framfarir urðu í textaritun á þeim tíma sem rannsóknin náði yfir. Öll árin stóðu börnin þó sterkar að vígi í ritun frásagna og heldur meiri framfarir urðu í ritun þeirra en upplýsingatexta. Fylgni var á milli frammistöðu barnanna í textategundunum tveimur en þó fyrst og fremst milli stafsetningar og lengdar texta. Milli annarra mælinga á textagerðinni var lítil fylgni og til að mynda mældist ekkert árið marktæk fylgni milli byggingar textanna. Góð tök á annarri textategundinni tryggja því ekki góð tök á hinni textategundinni. Áhrif umskráningar, málþroska og sjálfstjórnar á ritunina voru breytileg milli ára og textategunda. Færni í umskráningu í 1. bekk spáði marktækt fyrir um frammistöðu í stafsetningu frásagna og upplýsingatexta í bæði 2. og 4. bekk en hafði fremur lítil áhrif á textagerðina. Áhrif málþroska voru lítil og breytileg milli textategundanna tveggja og bekkja. Í frásögnunum voru þau sterkari í 4. bekk en í 2. bekk. Í upplýsingatextunum voru þau aftur á móti heldur veikari í 4. bekk en í 2. bekk. Sjálfstjórn reyndist hafa marktækt forspárgildi fyrir margar mælinganna á rituninni í bæði 2. og 4. bekk og áhrif hennar voru álíka sterk í báðum textategundum. Mikill einstaklingsmunur var á frammistöðu og framförum barnanna í textaritun. Þann mun var aðeins að litlu leyti hægt að skýra með stöðu þeirra í málþroska, umskráningu eða sjálfstjórn. Þau börn sem slakast stóðu í byrjun náðu almennt meiri framförum en þau börn sem sterkar stóðu og börn mæðra sem höfðu lokið háskólaprófi og þau börn sem gengu í skóla þar sem mikil áhersla var lögð á ritunarkennslu náðu heldur meiri framförum en börn mæðra sem ekki höfðu lokið háskólamenntun og þau börn sem gengu í aðra skóla. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa ágæta mynd af því hvernig rituð textagerð barna þróast á fyrstu árum grunnskólagöngu og hvernig ýmsir ytri og innri þættir hafa áhrif á þá þróun. En þær sýna líka vel hve flókin og margslungin þróun textaritunar er og vekja nýjar spurningar um það hvernig börn ná tökum á textaritun og hvernig má sem best styðja við og efla færni þeirra.
 
Icelandic children´s text writing in first to fourth grade: The development, individual differences and effect of encoding, language skills and self-regulation Text writing is a complex task, which takes children a long time to master. The development of writing starts at an early age with children´s drawings. In drawings, children express their thoughts and experiences and their drawings can even encompass a whole story. From an early age children also use symbols and letters in their writing. Initially they copy letters and symbols from their environment without any connection with their sounds or conventional spelling but gradually they learn about letter and sound correspondence and how to write the traditional way which makes it possible to compose a written text. Language skills are one of the main foundations for text writing. Words are necessary to express meaning and grammar, and syntax plays an important role in forming sentences and composing texts. Encoding are the other main foundation for text writing. Knowing how to encode sounds into written symbols is necessary for traditional writing and automation in transcription makes it possible for the writer to focus on texts’ content and exposition. In addition to these two main foundations, text writing relies on other cognitive abilities. For example, the writer has to identify with his readers and estimate what information they already have and what information it is necessary to provide in the text. The writer also has to monitor his writing process, plan what to write, decide how to compose it, and revise and edit the text. Executive function and self-regulation are important for that part of the writing process. Research indicates that encoding, language skills and self-regulation are important predictors of the development of text writing. However, research also indicates that their effect on text writing changes with age. At the beginning, encoding are the strongest predictor of children´s text writing performance. With increasing automation in encoding, the importance of language skills increases whereas self-regulation affects text writing at all ages. The relative influence of encoding and language skills may differ according to the orthographic depth of languages. The acquisition of writing, especially learning to spell, is easier in languages with shallow orthography than in languages with deep orthographies. Further research on children´s writing in different languages is necessary to better understand the relationship between orthographic depth and the effect of foundational skills on text writing development. Research also indicates that children’s performance in text writing is strongly influenced by various aspects of their learning environment. These include the degree of emphasis that is placed on writing instruction in their school, the nature of the writing instruction itself, and even culture-specific views regarding writing and the teaching of writing. The main purpose of the present study was to investigate the development of Icelandic children´s text writing from first to fourth grade, and the effect of encoding, language skills and self-regulation on text writing. Icelandic has a relatively shallow orthography which might make it easier for Icelandic children to develop their encoding skills than for example English children. Consequently the effect of encoding might be weaker on Icelandic children´s text writing than in languages, e.g. English, with deeper orthography. The three main research questions were as follows: 1. How do Icelandic children´s written narratives and information texts develop from first to fourth grade? 2. What is the relative effect of encoding, language skills, and self-regulation on Icelandic children´s text writing in second and fourth grade? 3. How do individual differences appear in children´s performance and progress in text writing in first to fourth grade, and how can they be explained? Two cohorts of children, a total of 83 children, were followed for four years, from first to fourth grade. Their encoding skills, language skills and self-regulation were evaluated in grade 1. Data on writing was collected from one cohort of children in grades, 1., 2. and 4., but from the other cohort in grades 2., 3. and 4. The children wrote two texts each year; a narrative and an information text. Mixed methods were used for data analysis. Quantitative analyses were used to measure text length, vocabulary, cohesion, structure and spelling. Descriptive statistics and t-tests were used to assess children´s performance in writing in each grade and their progress from one year to other. Qualitative methods were used for deeper analyses of the texts; to describe the characteristic features for each text genre in each grade, the progress from year to year and individual differences. Correlation was used to compare children´s performance in the two different text genres. A multiple regression model was used to determine the effect of encoding, language skills and self-regulation on text writing in second and fourth grade. Results show reasonable progress in text writing from first to fourth grade. On all four testing occasions the children performed slightly better when they produced narratives than when they wrote information texts, and the children also showed more progress in narrative writing than in information text writing. Correlation was found between text length and spelling in the two text genres but not between the three other measure on text generation; vocabulary, cohesion and text structure. Thus a child who performs well in one text genre does not necessarily perform well in the other text genre. The effect of encoding, language skills and self-regulation were quite different in second and fourth grade and not the same for the two text genres. Encoding skills in first grade predicted spelling in both text genres and in both grades but had limited effects on other measure on text writing. The effects of language skills were weak and different for the two text genres and for grades 2 and 4. In narrative, the effect of language skills were stronger in fourth grade than in second grade. In information texts, in contrast, the effect of language skills were weaker in fourth grade than in second grade. Self-regulation was a significant predictor of a number of writing measurements in both grades and its effects were similar for both text genres. Great individual differences were found regarding the children’s performance each year and their progress from year to year. Children´s encoding skills, language skills, and self-regulation in first grade only explained a small amount of the variance in children´s performance and progress. Children performing at a lower writing level at the beginning of the study showed better progress than children who had greater writing ability. Children of mothers with a higher educationan level and children who attended schools that emphasize writing showed better progress than children of mothers with a lower level of education and children in other schools. The results provide important information about the development of Icelandic children´s text writing in the first years of elementary school. They also show how complex the development of text writing is and raise further questions about the learning of text writing and how it can be taught in school.
 

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)