Einkenni og áskoranir tónlistarklasa á Íslandi
Hleð...
Dagsetning
Höfundar
Journal Title
Journal ISSN
Volume Title
Útgefandi
Viðskiptafræðideild og hagfræðideild Háskóla Íslands, viðskiptafræðideild Háskólans í Reykjavík og Seðlabanki Íslands
Úrdráttur
Þessi grein fjallar um þróun tónlistarlífs á Íslandi á undanförnum árum. Margir
íslenskir tónlistarmenn hafa átt velgengi að fagna og skapað sér nafn á alþjóðlegum
markaði. Stjórnvöld hafa stutt við þróunina á ýmsan hátt og þau hafa mikil áhrif
á tónlistarlífið. Umsvifin í greininni benda til að þróunin undanfarin ár hafi ýtt
undir myndun klasa í tónlist á Íslandi. Markmiðið með þessari grein er að rannsaka
þróun tónlistarlífs á Íslandi út frá kenningum um klasa og samkeppnishæfni.
Einnig er þróunin á Íslandi borin saman við þekkta tónlistarklasa erlendis. Byggt er
á raundæmisrannsókn þar sem spurt er að hvaða marki megi líta á tónlist á Íslandi
sem klasa og ef svo er á hvaða stigi klasaþróunar íslenskur tónlistarklasi kunni að
vera. Einnig er spurt um hvaða áskoranir tónlistarklasinn kunni að standa frammi
fyrir. Niðurstöður gefa til kynna skýrar vísbendingar um tónlistarklasa á Íslandi
og að klasinn sé að færast af mótunarstigi yfir á þróunarstig. Í niðurstöðum felst
hagnýtt gildi því varpað er ljósi á atriði og aðstæður sem geta ýtt undir frekari uppbyggingu
á sterkum tónlistarklasa á Íslandi. Samhliða er tónlistarklasinn dæmi um
klasa í litlu fámennu landi og niðurstöðurnar framlag til þekkingar á klasa í slíkum
aðstæðum.
Music as part of creative industries in Iceland has been on a positive growth path. Many musicians from Iceland have been succesful in establishing their name and brand internationally. The government has played a critical role in the growth of the music field. There are manifestations that provide support for the existence of a music cluster in Iceland. The purpose of this article is to study the music field from a cluster perspective and reflect on the development with reference to well known music clusters abroad. On the basis of a case study method and cluster assessment tools it is analysed to what extent it is possible to confirm the existence of a music cluster in Iceland. There are clear indications of a music cluster and it is concluded that the music cluster can be described as a potential cluster. The context of the cluster can also be seen as positive for further development but there are many challenges identified.
Music as part of creative industries in Iceland has been on a positive growth path. Many musicians from Iceland have been succesful in establishing their name and brand internationally. The government has played a critical role in the growth of the music field. There are manifestations that provide support for the existence of a music cluster in Iceland. The purpose of this article is to study the music field from a cluster perspective and reflect on the development with reference to well known music clusters abroad. On the basis of a case study method and cluster assessment tools it is analysed to what extent it is possible to confirm the existence of a music cluster in Iceland. There are clear indications of a music cluster and it is concluded that the music cluster can be described as a potential cluster. The context of the cluster can also be seen as positive for further development but there are many challenges identified.
Lýsing
Efnisorð
Tónlist, Klasar (stjórnun), Samkeppni í listum
Citation
Freyja Gunnlaugsdóttir, Runólfur Smári Steinþórsson. (2017). Einkenni og áskoranir tónlistarklasa á Íslandi. Tímarit um viðskipti og efnahagsmál;14(2), 27-47. doi:10.24122/tve.a.2017.14.2.2