Opin vísindi

„Ég hef horft í dökkt auga andvökunnar“. Biblíuljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur

„Ég hef horft í dökkt auga andvökunnar“. Biblíuljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur


Titill: „Ég hef horft í dökkt auga andvökunnar“. Biblíuljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur
Höfundur: Hugason, Hjalti   orcid.org/0000-0002-3961-0565
Útgáfa: 2016
Tungumál: Íslenska
Umfang: 14-28
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Deild: Guðfræði- og trúarbragðadeild (HÍ)
Faculty of Theology and Religious Studies (UI)
Birtist í: Ritröð Guðfræðistofnunar;43(2)
ISSN: 2298-8270
Efnisorð: Ljóð; Skáld; Biblían
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/636

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

Hjalti Hugason. (2016). „Ég hef horft í dökkt auga andvökunnar“. Biblíuljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur. Ritröð Guðfræðistofnunar, 43(2), 14-28.

Útdráttur:

 
Vilborg Dagbjartsdóttir hefur lengi notið almennrar viðurkenningar sem skáld. Í þessari grein verður fjallað um afmarkaðan flokk ljóða í nýútkomnu ljóðasafni hennar sem kalla má biblíuljóð. Verða þau skoðuð í ljósi lútherskrar biblíukveðskaparhefðar. Kannað verður hvort þau sverji sig á einhvern hátt í ætt við þessa hefð eða gegni sama hlutverki og hún eða einhverju allt öðru hlutverki. Eins verður kannað hvernig Vilborg beitir biblíuefninu og hvort greina megi boðskap eða túlkun í ljóðunum og hvernig honum sé þá háttað. Loks verður spurt hvort biblíuljóð Vilborgar séu trúarleg og þá á hvern máta. Í lútherskum sið þjónaði hefðbundinn biblíukveðskapur kirkjulegu hlutverki á sviði boðunar og uppfræðslu. Vilborg Dagbjartsdóttir sækir í sama sagnaheim í biblíuljóðum sínum. Í þeim gætir þó frekar persónulegrar glímu skáldsins við sjálft sig og samtíð sína en tilrauna til uppfræðslu. Ekki verður sagt að biblíuljóð Vilborgar Dagbjartsdóttur séu sérstaklega trúarleg eða að þau séu meðal trúarlegustu ljóða hennar sjálfrar. Þvert á móti má líta á þau sem snaran þátt í ljóðagerð hennar sem ber um flest sömu einkenni og gegna svipuðu hlutverki og ljóð-heimur hennar í heild, að tjá tilfinningar, koma á framfæri gagnrýni, vekja til umhugsunar en umfram allt vera farvegur hreinnar ljóðrænnar tjáningar.
 
Vilborg Dagbjartsdóttir has long been recognized as a one of the most remarkable Icelandic poets. This article will discuss a specific category of her poems, that is, poetry with Biblical references or Biblical poems. The poems will be compared with traditional Lutheran Bible-poetry. Can they be defined within that genre, play a similar role or are they something completely different? The article explores how Vilborg uses the Biblical references and answers the question of whether the poems contain religious teatching or an interpretation of the Bibles text and if so, how does it manifest. In the end the article disuses whether Vilborg Dagbjartsdóttir’s poetry is religious poetry or not. Traditional Biblical poetry served as a form of preaching and teaching. Vilborg Dagbjartsdóttir’s poetry on the other hand reflects a more personal tone and describes her personal wrestling with herself and her contemporary setting rather than an tempts of teaching. It cannot be said that the Biblical poetry of Vilborg Dagbjartsdóttir are particularly religious or that the Biblical poems really are among the most religious poems of her. On the other hand are the Biblical poems a strong factor in Dagbjartsdóttir’s poetry and has most of the same characteristics and a similar function as her poetry as a whole; to express feelings and criticism but above all to be a channel of pure poetic expression
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: