Opin vísindi

Adverse childhood experiences, psychiatric morbidity and resilience in adulthood

Adverse childhood experiences, psychiatric morbidity and resilience in adulthood


Titill: Adverse childhood experiences, psychiatric morbidity and resilience in adulthood
Aðrir titlar: Áföll í æsku, geðheilsuvandi og seigla á fullorðinsárum
Höfundur: Daníelsdóttir, Hilda Björk
Leiðbeinandi: Unnur Anna Valdimarsdóttir
Útgáfa: 2024-05-31
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Heilbrigðisvísindasvið (HÍ)
School of Health Sciences (UI)
Deild: Læknadeild (HÍ)
Faculty of Medicine (UI)
ISBN: 978-9935-9732-8-3
Efnisorð: Doktorsritgerðir; Sálræn áföll; Seigla (persónuleikasálfræði); Geðraskanir; Tvíburar; Aðlögunarhæfni; Adverse childhood experiences; Psychiatric morbidity; Resilience; Coping ability; Twins
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4937

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Exposure to adverse childhood experiences (ACEs), including abuse, neglect and growing up in dysfunctional home environments, has consistently been associated with an elevated risk of multiple negative mental health outcomes extending into adulthood. Yet, not all individuals exposed to ACEs suffer from poor mental health in adulthood, and a substantial proportion of people remain resilient. Leveraging unique data sources from Sweden and Iceland, the overarching objective of this thesis was to examine the environmental and genetic contributions to the psychiatric morbidity-resilience dimension in the context of ACEs, with psychiatric disorders at one end of the spectrum and resilience at the other. The aim of study I was to examine whether associations between ACEs and adult psychiatric disorders remained after adjustment for familial confounding due to shared genetic and environmental factors. Participants comprised 25,252 individuals (18-47 years) from the Swedish Twin Registry, which retrospectively reported exposure to ACEs via a web-based survey. Information about adult psychiatric disorders was obtained via linkage to the Swedish National Patient Register. We found that a greater number of ACEs was associated with increased odds of depression, anxiety, substance abuse and stress-related disorders in adulthood. In co-twin control analyses based on twins discordant on ACE exposure, we found that associations between ACEs and adult psychiatric disorders were somewhat attenuated, i.e., indicating a partial role of genetic predisposition and early environmental factors. Nonetheless, when accounting for these factors in monozygotic twin comparisons, we found that exposure to multiple types of ACEs and, specifically, exposure to sexual abuse in childhood, was robustly associated with increased odds of adult psychiatric disorders. The aim of study II was to examine associations between a broad set of ACEs and two distinct measures of adult resilience. Resilience was conceptualized both as perceived coping ability and as psychiatric resilience defined as the absence of (or low) psychiatric morbidity after exposure to trauma. Participants comprised 26,198 women (18-69 years) from the Icelandic Stress-And-Gene-Analysis cohort that responded to a comprehensive online questionnaire covering a wide range of mental health assessments as well as information on ACEs. We found that a greater number of ACEs was negatively associated with perceived coping ability and psychiatric resilience in adulthood, in a dose-response fashion. Specifically, women reporting five or more ACEs had 36% lower prevalence of high coping ability and 58% lower prevalence of high psychiatric resilience, compared to women reporting no ACEs. Furthermore, of 13 measured ACEs, we found that emotional neglect, being bullied, sexual abuse and vi growing up with a mentally ill household member were most robustly associated with reduced adult resilience. The aim of study III was to investigate the relative contribution of genetic and environmental factors to individual variation in adult psychiatric resilience after exposure to ACEs. Psychiatric resilience was conceptualized as the absence of any adult diagnosis of common psychiatric disorder after exposure to ACEs. Participants comprised 8,606 individuals (21-47 years) from the Swedish Twin Registry that had experienced at least one ACE. As in study I, participants reported exposure to ACEs via a web-based survey and information about adult psychiatric disorders was obtained via linkage to the Swedish National Patient Register and the Swedish Prescribed Drug Register. We found that 40% of the variation in adult psychiatric resilience after ACEs was due to genetic factors, while the remaining 60% was due to individual-specific environmental factors. We further found that measured genetic risk for other psychiatric traits and disorders (e.g., PTSD and depression), was associated with lower odds of resilience to ACEs, indicating some shared genetic overlap.
 
Niðurstöður rannsókna benda til þess að fólk sem hefur upplifað ýmiss konar áföll í æsku, þar á meðal andlegt eða líkamlegt ofbeldi eða vanrækslu, sé í aukinni áhættu á að þróa með sér geðraskanir á fullorðinsárum. Hins vegar fá ekki allir með slíka áfallasögu í æsku, einkenni geðraskana á fullorðinsárum, heldur sýna seiglu eða hæfni til að halda heilsu þrátt fyrir áföll eða þungbærar aðstæður. Með því að nota gögn úr Áfallasögu kvenna á Íslandi og sænska tvíburagagnagrunninum, var markmið doktorsverkefnisins að rannsaka erfða- og umhverfisþætti í seiglu sem og geðheilsuvanda á fullorðinsárum í kjölfar áfalla í æsku. Markmið rannsóknar I var að skoða hvort tengsl á milli áfalla í æsku og þróunar geðraskana á fullorðinsárum sé óháð fjölskyldutengdum þáttum, eins og erfðum og sameiginlegum umverfisþáttum í uppvexti. Þátttakendur voru 25,252 einstaklingar (18- 47 ára) úr sænska tvíburagagnagrunninum sem svöruðu spurningalista um áföll í æsku. Upplýsingar um greiningu á geðröskunum á fullorðinsárum voru fengnar með samtengingu gagna við sænsku sjúkraskránna. Niðurstöður sýndu sterk tengsl á milli fjölda áfalla í æsku og aukinnar áhættu á þunglyndi, kvíða, áfallastreituröskun og áfengis- og vímuefnavanda á fullorðinsárum. Með því að bera saman tvíburapör þar sem annar tvíburinn hafði orðið fyrir áfalli í æsku en ekki hinn, kom í ljós að áhrif áfalla í æsku á þróun geðraskana á fullorðinsárum má að hluta til skýra með fjölskyldutengdum þáttum, eins og erfðum og æskuumhverfi. En þegar stjórnað er fyrir þessum þáttum, sýndu niðurstöður ennfremur að sterk áfallasaga í æsku, t.d. kynferðisofbeldi eða það að hafa orðið fyrir þremur eða fleiri tegundum áfalla í æsku, hefur sterk tengsl við þróun geðsjúkdóma á fullorðinsárum, óháð fjölskyldutengdum þáttum. Markmið rannsóknar II var að skoða tengsl á milli áfalla í æsku og seiglu á fullorðinsárum. Seigla var aðgerðarbundin annarsvegar sem sjálfsmat á bjargráði eða hæfni til að takast á við áskoranir daglegs lífs og hinsvegar sem lág einkennabyrði geðraskana þrátt fyrir áfallasögu. Þáttakendur voru 26,198 konur (18-69 ára) sem tóku þátt í Áfallasögu kvenna á Íslandi og svöruðu ítarlegum spurningalista, meðal annars um áföll á lífsleiðinni ásamt spurningum um bjargráð og geðræn einkenni á fullorðinsárum. Niðurstöður sýndu sterk skammtaháð tengsl á milli fjölda áfalla í æsku og skertrar seiglu á fullorðinsárum, þar með talið skertrar getu til þess að takast á við áskoranir daglegs lífs og lægri einkennabyrði geðraskana. Þau áföll í æsku sem höfðu hvað sterkust tengsl við skerta seiglu á fullorðinsárum voru tilfinningaleg vanræksla, kynferðislegt ofbeldi, einelti og geðrænn vandi á heimili. iv Markmið rannsóknar III var að skoða hlutfallslegan þátt erfða og umhverfis í seiglu á fullorðinsárum í kjölfar áfalla í æsku. Seigla var aðgerðarbundin sem lág einkennabyrði geðraskana þrátt fyrir áföll í æsku. Þátttakendur voru 8,606 einstaklingar (21-47 ára) úr sænska tvíburagagnagrunninum sem höfðu upplifað að minnsta kosti eitt áfall í æsku. Eins og í rannsókn I svöruðu þáttakendur spurningalista um áföll í æsku og upplýsingar um geðraskanir á fullorðinsárum voru fengnar með samtengingu gagna við sænsku sjúkraskránna sem og með samtengingu gagna við sænska lyfjagagnagrunninn. Niðurstöður sýndu að erfðir skýrðu 40% í breytileika seiglu á fullorðinsárum á meðan einstaklingsbundnir umhverfisþættir skýrðu restina eða 60% af einstaklingsmun í seiglu. Niðurstöður sýndu einnig að fjölgena áhættuskor fyrir geðrænar svipgerðir (t.d. fyrir áfallastreituröskun og þunglyndi) spáðu fyrir um seiglu á fullorðinsárum, sem gefur til kynna að erfðabreytileikar sem tengjast þessum svipgerðum hafa einnig áhrif á seiglu.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: