Opin vísindi

HOMEFOOD six-month randomised trial. Nutrition therapy including home delivered food for older adults at discharge from hospital

HOMEFOOD six-month randomised trial. Nutrition therapy including home delivered food for older adults at discharge from hospital


Titill: HOMEFOOD six-month randomised trial. Nutrition therapy including home delivered food for older adults at discharge from hospital
Aðrir titlar: HOMEFOOD sex mánaða slembiröðuð rannsókn Næringarmeðferð og heimsendur matur eftir útskrift af Landspítala fyrir eldra fólk
Höfundur: Ásbjörnsdóttir Blöndal, Berglind Soffía
Leiðbeinandi: Alfons Ramel, Ólöf Guðný Geirsdóttir
Útgáfa: 2024-01-18
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Heilbrigðisvísindasvið (HÍ)
School of Health Sciences (UI)
Deild: Matvæla- og næringarfræðideild (HÍ)
Faculty of Food Science and Nutrition (UI)
ISBN: 978-9935-9665-5-1
Efnisorð: Næringarfræði; Líkamsþyngd; Hreyfifærni; Aldraðir; Lífsgæði; Sjúkrahúsvist; Dánartíðni; Næringarráðgjöf; Þunglyndi; Doktorsritgerðir; Nutrition; Nutrition Care Process; Dietitian; Dietary intake; Body weight; Physical function; Depressive symptoms; Older adults; Cognitive function; Health-related quality of life; Readmission; Length of hospital stay; Mortality
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4919

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Background: Malnutrition, or the risk of being malnourished, is a common problem that affects many older adults. This condition is highly prevalent among hospitalised older adults. Because hospital stays are short and screening for nutritional risk at the hospital is rarely done, the nutritional status of this population often continues to deteriorate during hospitalisation and after discharge. Many nutritional intervention studies have been conducted throughout the years to find ways to improve outcomes for older adults at nutritional risk. These outcomes include anthropometric measures, dietary intake, physical function, cognitive function, health-related quality of life, depressive symptoms, number of emergency room visits, readmissions, length of hospital stays, risk of going into long-term care and mortality. Previous findings have been inconsistent; thus, we aimed to investigate whether a nutritional intervention for older adults at nutritional risk, discharging to independent living, could result in positive changes to the abovementioned outcomes. The intervention included nutrition therapy administered by a dietitian using the Nutrition Care Process and its terminology, as well as the provision of free energy- and protein-rich foods, snacks and oral nutrition supplements for six months. Methods: In total, 106 participants (≥ 65 years) were recruited while hospitalised and signed formal consent. Baseline measures were conducted on the day of discharge and then the participants were randomised into two groups: the intervention group (n = 53) and the control group (n = 53). The control group received standard care (based on the nutritional guidelines for sick or frail older adults and were encouraged to order home-delivered meals). The intervention group received nutrition therapy from a dietitian, according to the Nutrition Care Process, for five sessions at home (caregivers were invited to join) and three sessions by phone. The intervention group also received free protein- and energy-rich meals, snacks and oral nutritional supplements for six months after discharge. Dietary intake, anthropometrics, physical function, depressive symptoms, self-rated health, cognitive function and health-related quality of life were measured at the baseline and at the endpoint (six months). For the secondary analysis of our randomised controlled trial, we collected information from the Icelandic electronic hospital registry on emergency room visits, hospital readmissions, length of hospital stays, whether the participant had received a positive assessment on needing long-term care residency and mortality. Results: One participant from each of the two groups dropped out. Energy intake did not differ significantly between the two groups (≈ 1500 kcal/day, P = 0.410) at the baseline. A significant increase in both energy intake and body weight was observed in vi the intervention group, whereas a decrease was observed in the control group (+919 kcal/day, P < 0.001 and +1.7 kg, P < 0.001 vs – 815 kcal/day, P < 0.001 and -3.5 kg, P < 0.001) during the study period. Physical function improved significantly in the intervention group but remained unchanged in the control group during the study period (P = 0.007). The intervention group improved their cognitive function (measured with the Mini-Mental State Examination, MMSE), self-rated health (SRH) and health-related quality of life (measured with the EQ-5D) during the study period. However, the control group’s depressive symptoms (measured with the CES-D) increased whilst their SRH declined. This resulted in significant differences between the groups at the endpoint, all favouring the intervention group: MMSE: 1.701, P < 0.001; SRH: 15.876, P < 0.001; EQ-5D 0.102, P = 0.001; CES-D - 3.072, P < 0.001. Improvements in cognitive function, self-rated health and depressive symptoms were linearly and significantly correlated with the increase in body weight. Through our secondary analysis, we found that the control group had a significantly higher proportion of at least one readmission in comparison to the intervention group at one and six months (15.8% vs 1.9%, P = 0.033; 46.2% vs 25.0%, P = 0.021) but insignificant at 12 and 18 months (55.8% vs 38.5%, P = 0.051; 65.4% vs 51.9%, P = 0.107). Readmissions were significantly more frequent in the control group than in the intervention group at one, six and 12 months (0.19 vs 0.02, P = 0.015; 0.77 vs 0.33, P = 0.014; 1.12 vs 0.62, P = 0.044), and the control group also had a significantly longer length of hospital stay at one, six, 12 and 18 months (0.92 vs 0.02, P = 0.013; 13.21 vs 2.44, P = 0.006; 19.40 vs 5.83, P = 0.034; 26.00 vs 10.42, P = 0.033). Nevertheless, there were no significant differences between the groups regarding the number of emergency room visits, the need for long-term care or mortality. Conclusion: The nutritional status of many older adults worsens after hospital discharge, leading to a decline in body weight, nutritional status, physical function, cognitive function and mental well-being, which further leads to an increase in hospital readmissions and longer hospital stays. A six-month multimodal nutritional intervention, providing nutritional therapy by a dietitian applying the Nutrition Care Process and its terminology, along with free protein- and energy-rich foods, snacks and oral nutritional supplements delivered to the participant’s home, had significant positive effects on these outcomes. These positive effects were related to the improvement of anthropometrics and nutritional status. First and foremost, we recommend revising the care given to older adults and adding the proposed approach to the standard care of older adults at nutritional risk. Furthermore, we suggest providing nutritional support from a clinical dietitian and raising awareness of nutritional risk among older adults at all levels of the healthcare system. Such an intervention can positively affect the quality of life and independence of older adults and benefit society as a whole.
 
Bakgrunnur: Vannæring, eða áhætta á vannæringu, er algengt vandamál hjá eldra fólki. Algengi vannæringar eða áhætta á vannæringu er hátt hjá eldra fólki sem dvelst á sjúkrahúsi. En á meðan á sjúkrahúsdvöl stendur og eftir útskrift versnar oft næringarástand eldra fólks, þar sem sjúkrahúsdvalir eru stuttar og oft skortir skimun fyrir áhættu á vannæringu á spítölum. Margar næringarrannsóknir hafa verið gerðar í gegnum árin til að leita árangursríkra leiða til að bæta margvíslegar útkomur fyrir eldra fólk með slæmt næringarástand. Útkomur sem reynt hefur verið að hafa jákvæð áhrif á eru t.d. líkamlegar mælingar, fæðuinntaka, líkamleg geta, vitsmunaleg geta, heilsutengd lífsgæði, þunglyndiseinkenni, fjöldi koma á bráðamóttöku, endurinnlagnir, lengd sjúkrahúsdvalar, þörf á langtímaumönnun (hjúkrunarheimili) og dánartíðni. Niðurstöður úr slíkum rannsóknum hafa verið misgóðar og því var markmið þessarar rannsóknar að kanna hvort hægt væri að hafa jákvæð áhrif á ofangreindar útkomur með íhlutun. Íhlutunin fólst í því að eldra fólk sem bjó í sjálfstæðri búsetu og skimuðust í áhættu á vannæringu fengu næringarmeðferð hjá klínískum næringarfræðingi sem notaði Nutrition Care Process og hugtök þess eftir útskrift af spítala. Ennfremur fól næringarmeðferðin í sér ókeypis orku- og próteinríkan mat, snarl og næringardrykki í sex mánuði eftir útskrift af spítala. Aðferðir: Alls 106 þátttakendur (≥ 65 ára) af deildum (A1, B4 og L2) Landspítala skrifuðu undir upplýst samþykki. Bakgrunnsmælingar voru gerðar á útskriftardegi og síðan var þátttakendum slembiraðað í tvo hópa; íhlutunarhóp (n = 53) eða viðmiðunarhóp (n = 53). Viðmiðunarhópurinn útskrifaðist á hefðbundin hátt, ásamt því að fá næringarráðleggingar fyrir veikt eða hrumt eldra fólk og hvatningu til að panta heimsendan mat. Íhlutunarhópurinn fékk næringarmeðferð í kjölfar útskriftar frá klínískum næringarfræðingi í fimm skipti á heimili sínu (umönnunaraðilum boðið að vera með) og þrjú skipti í síma. Ásamt því að vera útvegaður ókeypis prótein- og orkuríkur matur, snarl, og næringardrykkir í sex mánuði eftir útskrift. Fæðuinntaka, líkamlegar mælingar, líkamleg geta, þunglyndiseinkenni, sjálfsmat á eigin heilsu, vitræn geta og heilsutengd lífsgæði voru mæld í upphafi og við lok rannsóknar (sex mánuðir). Upplýsingar um komur á bráðamóttöku, endurinnlagnir, lengd legutíma, hvort þátttakandi hefði fengið jákvætt færni og heilsumat og dánartíðni voru fengnar úr rafrænni sjúkraskrá (SAGA). Niðurstöður: Tveir þátttakendur hættu, einn úr hverjum hóp. Ekki var marktækur munur á orkuinntöku hópanna tveggja við upphafsmælingu (inni á spítalanum) (≈ 1500 kkal/dag). Marktæk aukning bæði á orkuinntöku og líkamsþyngd var í íhlutunarhópnum og minnkun í samanburðarhópnum (+919 kkal/dag, P < 0.001 og +1.7 kg, P < 0.001 vs - 815 kkal/dag, P < 0.001 og -3.5 kg, P < 0.001) á rannsóknartímabilinu. Líkamleg geta varð marktækt betri hjá íhlutunarhópnum en stóð í stað hjá samanburðarhópnum á meðan á rannsókninni stóð. Íhlutunarhópurinn bætti marktækt vitræna getu sína (mælt með Mini Mental State Examination (MMSE)), sjálfsmat á eigin heilsu (SRH) og heilsutengd lífsgæði (mælt með EQ-5D) á meðan á rannsóknartímabilinu stóð, en þunglyndiseinkenni samanburðarhópsins (mæld með CES-D) jukust á meðan SRH þeirra minnkaði. Þetta leiddi til marktæks munar á hópunum tveimur í lokamælingum (6 mánuði), allar íhlutunarhópnum í hag: MMSE: 1.701, P < 0.001; SRH: 15.876, P < 0.001; EQ-5D 0.102, P = 0.001; CES-D – 3.072, P < 0.001. Vitsmunaleg geta, sjálfsmat á eigin heilsufari og bætt þunglyndiseinkenni voru með línulega marktæka fylgni við aukna líkamsþyngd. Við greiningu á gögnum úr sjúkrasögu sáum við að viðmiðunarhópurinn var með marktækt hærra hlutfall af að minnsta kosti einni endurinnlögn samanborið við íhlutunarhópinn eftir 1 og 6 mánuði (15.8% vs 1.9%, P = 0.033; 46.2% vs 25.0%, P = 0.021) en ómarktækt eftir 12- og 18 mánuði (55.8% vs 38.5%, P = 0.051; 65.4% vs 51.9%, P = 0.107). Endurinnlagnir voru marktækt fleiri í samanburðarhópnum í samanburði við íhlutunarhópinn eftir 1, 6 og 12 mánuði (0.19 vs 0.02, P = 0.015; 0.77 vs 0.33, P = 0.014; 1.12 vs 0.62, P = 0.04). Þá var samanburðarhópurinn einnig með marktækt lengri legutíma eftir 1-, 6-, 12- og 18 mánuði (0.92 vs 0.02, P = 0.013; 13.21 vs 2.44, P = 0.006; 19.40 vs 5.83, P = 0.034; 26,00 vs 10,42, P = 0,033). Ekki var marktækur munur á milli hópanna hvað varðar fjölda koma á bráðamóttöku, samþykktu færni og heilsumati eða dánartíðni. Ályktun: Næringarástand eldra fólks versnar oft eftir útskrift af sjúkrahúsi sem leiðir til verri útkomna, s.s. þyngdartaps, lélegs næringarástands, skertar líkamlegrar getu, vitrænnar skerðingar og verri andlegrar heilsu. Þetta getur svo í kjölfarið leitt til fleiri endurinnlagna og lengri legutíma á spítala. Sex mánaða fjölþætt næringaríhlutun, þar sem eldra fólk í áhættu á vannæringu fékk næringarmeðferð frá klínískum næringarfræðingi, ásamt því að fá ókeypis heimsendan prótein- og orkuríkan mat, snarl og næringardrykki hafði tölfræðilega marktæk jákvæð áhrif á ofantaldar útkomur. Birtingarmynd þessara jákvæðu áhrifa var þyngdaraukning og bætt næringarástand hjá íhlutunarhópi. Þannig gátum við leitt að því líkur að íhlutunin okkar, sem varð til þess að fæðuinntaka varð betri leiddi til tölfræðilega marktækra niðurstaðna á þessum klínískt mikilvægu útkomum. Við mælum með endurskoðun á þjónustu við eldra fólk, þar sem þessari nálgun verði bætt við hefðbundna umönnun eldra fólks sem skimast í áhættu á vannæringu. Enn fremur mælum við með innleiðingu næringarstuðnings, veitt af klínískum næringarfræðingi, og aukinni áherslu á næringaráhættu eldra fólks innan heilbrigðiskerfisins á öllum stigum þjónustu,. Slík inngrip geta haft verulegan ávinning í för með sér fyrir lífsgæði og sjálfstæði eldra fólks, sem og samfélagið í heild sinni.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: