Opin vísindi

„Nýja stærðfræðin“ : Uppruni og afdrif

„Nýja stærðfræðin“ : Uppruni og afdrif


Title: „Nýja stærðfræðin“ : Uppruni og afdrif
Author: Bjarnadóttir, Kristín
Date: 2012
Language: Icelandic
Scope: 593925
School: Menntavísindasvið
Series: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4855

Show full item record

Citation:

Bjarnadóttir , K 2012 , ' „Nýja stærðfræðin“ : Uppruni og afdrif ' , Netla .

Abstract:

Hreyfingar stærðfræðinga, sálfræðinga og kennara um endurbætur á stærðfræðikennslu urðu til í Evrópu og Bandaríkjunum eftir 1950. Meginhreyfingin var kennd við „nýja stærðfræði“. Skólastærðfræði var sett fram á máli mengja- og rökfræði í anda stefnu franskra stærðfræðinga sem kenndu sig við dulnefnið Bourbaki og vildu samræma ritun allra greina stærðfræðinnar með áherslu á formgerð. Jean Piaget taldi vera samsvörun milli formgerðar stærðfræðinnar og hugarstarfs barna. OEEC, síðar OECD, boðaði að menntun efldi félagslegar og efnahagslegar framfarir og skipulagði fund aðildarríkja um endurbætur á stærðfræðikennslu í Royaumont í Frakklandi í nóvember 1959. Hreyfingin breiddist út og Norðurlandabúar tóku að rita sameiginlegt tilraunanámsefni. Tilraunir um nýstærðfræði hófust á Íslandi árið 1964 með bandarísku námsefni í menntaskóla. Tilraunir hófust síðar í barna- og unglingadeildum og árið 1968 var nýstærðfræðilegt efni orðið útbreitt í íslenskum skólum. Íslendingar áttu ekki aðild að norræna samstarfinu en þýddu námsefni þess fyrir barna- og unglingadeildir. Annað var frumsamið. Norrænt, breskt og bandarískt efni var notað í menntaskólunum. Furðu hefur vakið hve góðar undirtektir það fékk víða um lönd að kenna börnum og unglingum mengjastærðfræði. Talið var að verkefnin myndu þjálfa rökhugsun barnanna og að foreldrar mættu ekki rugla börnin. Stefnan leið undir lok á tæpum áratug en skildi eftir varanleg nýmæli. Þegar litið er til Íslands, Danmerkur og Noregs sést að stefnan átti mikið undir frumkvæði einstaklinga í öllum löndunum. Í Noregi voru gerðar afmarkaðar tilraunir og ný námskrá var ekki samþykkt fyrr en dregið hafði úr áhrifum nýstærðfræðinnar. Á Íslandi varð tilraunastarf allt of umfangsmikið og námskrár voru aðeins í drögum. Vinnan við nýju stærðfræðina kveikti þó áhuga margra kennara og veitti þeim nýja sýn á skólastærðfræði.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)