Opin vísindi

Björn Gunnlaugsson og Tölvísi : Stærðfræði og einlæg trú í menntun 19. aldar

Björn Gunnlaugsson og Tölvísi : Stærðfræði og einlæg trú í menntun 19. aldar


Title: Björn Gunnlaugsson og Tölvísi : Stærðfræði og einlæg trú í menntun 19. aldar
Author: Bjarnadóttir, Kristín
Date: 2012
Language: Icelandic
Scope: 587469
School: Menntavísindasvið
Series: Netla; ()
ISSN: 1670-0244
Subject: Stærðfræði (allt)
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4853

Show full item record

Citation:

Bjarnadóttir , K 2012 , ' Björn Gunnlaugsson og Tölvísi : Stærðfræði og einlæg trú í menntun 19. aldar ' , Netla .

Abstract:

Ferill nítjándu aldar stærðfræðingsins Björns Gunnlaugssonar (1788–1876) er einstakur. Hann naut aldrei skólavistar á Íslandi en náði óvenjulegum tökum á stærðfræði, að mestu með sjálfsnámi, áður en hann settist í Kaupmannahafnarháskóla, 29 ára að aldri. Þar vann hann til tvennra gullverðlauna fyrir stærðfræðiþrautir. Hann kenndi stærðfræði við Bessastaðaskóla og Lærða skólann í Reykjavík um fjörutíu ára skeið og landmælingar hans voru grunnur að Íslandskortum í hálfa öld. Bók hans um stærðfræði, Tölvísi, var gefin út er hann var orðinn 77 ára að aldri. Tölvísi, sem er meginviðfangsefni greinarinnar, bregður ljósi á hversu mikils Björn mat stærðfræðina og á heimspekilega og trúarlega afstöðu hans til stærðfræðilegra hugtaka og lögmála. Nokkur efni verða skoðuð í því skyni að öðlast innsýn í hugsun Björns: núllið og óendanleikinn, veldareglur og ímyndaðar tölur.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)