Opin vísindi

Reikningsbækur tveggja alda: Markmið, markhópar og gildi

Reikningsbækur tveggja alda: Markmið, markhópar og gildi


Title: Reikningsbækur tveggja alda: Markmið, markhópar og gildi
Author: Bjarnadóttir, Kristín
Date: 2013
Language: Icelandic
Scope: 22
School: Menntavísindasvið
Series: Uppeldi og menntun; 22(1)
ISSN: 1022-4629
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4851

Show full item record

Citation:

Bjarnadóttir , K 2013 , ' Reikningsbækur tveggja alda: Markmið, markhópar og gildi ' , Uppeldi og menntun , bind. 22 , nr. 1 , bls. 53-74 .

Abstract:

Skoðaðar eru sex íslenskar kennslubækur í reikningi sem voru notaðar á Íslandi á árabilinu 1780–1980; markhópar þeirra, markmið og gildismat höfundanna. Allar bækurnar lúta sniði reikningsbóka frá lokum miðalda. Siðaboðskapar Lúthers gætir í sumum bókanna en einnig áhrifa upplýsingarstefnunnar. Bækurnar voru allar ritaðar af ungum eldhugum á vandaðri íslensku en þeir höfðu að nokkru ólíkar hugmyndir um nám og kennslu. Markhópur þeirra var aðallega ungt fólk í sjálfsnámi og markmiðið var að lyfta menntunarstigi Íslendinga með því að kenna undirstöðuatriði reiknings og ráðdeild í meðferð fjármuna. Baksvið bókanna er gamla bændaþjóðfélagið fremur en vaxandi bæjasamfélag.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)