Opin vísindi

„Helvítis fokking útlendingar“ : Valdleysi, jaðarsetning og annar skaði hatursglæpa

„Helvítis fokking útlendingar“ : Valdleysi, jaðarsetning og annar skaði hatursglæpa


Title: „Helvítis fokking útlendingar“ : Valdleysi, jaðarsetning og annar skaði hatursglæpa
Author: Eyþórsdóttir, Eyrún
Date: 2023-12-16
Language: Icelandic
Scope: 554666
Department: Félagsvísindadeild
Series: Íslenska þjóðfélagið.; 14(1)
ISSN: 1670-8768
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4796

Show full item record

Citation:

Eyþórsdóttir , E 2023 , ' „Helvítis fokking útlendingar“ : Valdleysi, jaðarsetning og annar skaði hatursglæpa ' , Íslenska þjóðfélagið. , bind. 14 , nr. 1 , bls. 32-43 . < https://ojs.hi.is/index.php/tf/article/view/3907 >

Abstract:

Með auknum fjölbreytileika og sýnilegri réttindabaráttu minnihlutahópa hafa hatursglæpir orðið meira áberandi. Þolendur hatursglæpa skera sig jafnan frá þeim sem teljast tilheyra meirihluta samfélagsins, til dæmis vegna uppruna, litarháttar, trúarbragða og kynhneigðar. Því má líta á hatursglæpi sem ákveðinn fylgifisk fjölbreytileika. Þolendur hatursglæpa eru að jafnaði í veikari stöðu en gerendur og vegna þessa er talið að hatursglæpir skaði meira en aðrir sambærilegir glæpir án fordómaásetnings. Rannsóknarspurningin sem þessari grein er ætlað að svara lýtur að því hvers konar skaða þolendur hatursglæpa hérlendis upplifa og hvernig skaðinn mótar upplifun viðkomandi af því að tilheyra samfélaginu. Lítið er vitað um hatursglæpi í íslensku samfélagi og áhrif þeirra. Greinin byggir á rannsókn á hatursglæpum á Íslandi sem unnin var með eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru 25 viðtöl við einstaklinga sem teljast til minnihlutahóps á grunni bakgrunns síns eða einkenna og hafa orðið fyrir hatursglæp. Helstu niðurstöður varpa ljósi á skaða hatursglæpa, sem felst í upplifun af varnarleysi, ótta og vantrausti sem leiddi til breytinga á hegðun og í verstu tilfellum algerrar jaðarsetningar. Þá upplifðu margir það að tilheyra ekki samfélaginu sem getur veikt færni fólks til að takast á við afleiðingar hatursglæpa.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)