Opin vísindi

Queer(ing) Migrations to Iceland: Homo(trans)nationalism, migrant hierarchy, and the politics/sense of (un)belonging

Queer(ing) Migrations to Iceland: Homo(trans)nationalism, migrant hierarchy, and the politics/sense of (un)belonging


Titill: Queer(ing) Migrations to Iceland: Homo(trans)nationalism, migrant hierarchy, and the politics/sense of (un)belonging
Aðrir titlar: Hinsegin fólksflutningar: Þverþjóðleg hinsegin þjóðernishyggja, innflytjendastigveldi og pólitísk/tilfinningaleg fullgilding
Höfundur: Sólveigar- og Guðmundsdóttir, Linda
Leiðbeinandi: Unnur Dís Skaptadóttir
Útgáfa: 2024-03
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: University of Iceland
Háskóli Íslands
Svið: Félagsvísindasvið (HÍ)
School of Social Sciences (UI)
Deild: Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild (HÍ)
Faculty of Sociology, Anthropology and Folkloristics (UI)
ISBN: 978-9935-9717-9-1
Efnisorð: Queering migrations; Homo(trans)nationalism; Migrant hierarchy; The politics/sense of (un)belonging; Doktorsritgerðir; Hinsegin fræði; Fólksflutningar (félagsfræði); Hinsegin þjóðernishyggja; Innflytjendur; Mannfræði; Fullgilding
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4787

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
This doctoral research examines three distinct but interconnected groups of queer migrations to Iceland, that is, individuals coming from the Global South, from Central and Eastern Europe and from the Global North. The general aim of the project is to queer migration studies within the Icelandic context, by discussing queer people and by decentring dominant political projects. This research further applies the theory of homonationalism to frame the overall study, as well as theories of nesting orientalism and the global hierarchy of value to analyse the hierarchical ordering of migrants. Moreover, it implements the analytical lens of belonging to examine how political projects of exclusion dictate interlocutors’ sense of belonging, to their ethnic community, the queer community, and the Icelandic mainstream society. The research project applies feminist, queer and transnational methodology, and qualitative methods are implemented. The research is rooted in four peer reviewed articles. Article one discusses how migrants from the Global South often develop a bifocal worldview; how their degree of “outness” is determined by identity management strategies; and how their experience of racialisation and othering often leads to a sense of unbelonging. Migration could, nonetheless, materialise new paths and practices regarding issues of gender and sexuality. Article two discusses migrants from Central and Eastern Europe, the overarching theme was “exclusionary moments” while sub-themes relate to social class and disidentification; shame and emotion l work; and participants’ sense of unbelonging. Article three discusses the group from the Global North, where a privileged subjectivity is highlighted, relating to the themes of queer imaginations of belonging; a privileged sense of belonging; and the politics of belonging. The fourth and last article discusses the exclusionary moments of queer migrant women from all over the globe, relating to the political projects of the national identity and the Catholic Church in Iceland. The findings display the intersectional process of queer migrants’ experiences, the multiple effects of racism, sexism and migratism in the queer community and sexism, heterosexism and cisgenderism within the ethnic and religious communities. The relational process of racialisation and being labelled as the immigrant other within the Icelandic mainstream society seems nonetheless, in some cases, impossible to overcome. This othering of immigrants is embedded in racial, cultural, and class hierarchies, as white migrants from the Global North experience inclusion and belonging unlike that of non-white migrants from the Global South. Interlocutors from Central and Eastern Europe are, in many cases, automatically attributed a subordinated subject position compared to that of other white immigrants. This ever shifting but underlying hierarchical ordering of immigrants highlights how cultural similarities, racialisation processes and socioeconomic status determines immigrants sense of acceptance and belonging in Icelandic society.
 
Þessi doktorsrannsókn skoðar hinsegin fólksflutninga til Íslands, og reynslu hinsegin innflytjenda af því að búa á Íslandi. Megin markmið rannsóknarinnar er að hinseginvæða fólksflutningafræði í íslensku samhengi, með því að fjalla um hinsegin reynslu og að skjöna samfélagsleg norm. Femínískri, hinsegin og þverþjóðlegri aðferðafræði er beitt ásamt eigindlegum aðferðum. Viðmælendum er skipt í þrjá hópa, það er, einstaklingar sem koma frá hinu hnattræna suðri, frá Miðog Austur-Evrópu og frá hinu hnattræna norðri. Kenningar um hinsegin þverþjóðlega þjóðernishyggju eru notaðar til að ramma inn rannsóknina ásamt kenningum um stigskipta Austurlandahyggju og hnattrænt gildisstigveldi til að greina myndun innflytjendastigveldis. Kenningar um pólitíska fullgildingu og tilfinningalega fullgildingu eru notaðar til að greina á hvaða forsendum útilokun á sér stað og hvernig hún stjórnar tilfinningu viðmælenda varðandi það að tilheyra, í viðkomandi innflytjenda samfélagi, í hinsegin samfélaginu og í íslensku meginstraums samfélagi. Rannsóknin byggist á fjórum ritrýndum greinum. Sú fyrsta fjallar um innflytjendur frá hinu hnattræna suðri, hvernig þau mynda oft tvíhliða sýn á veruleikann, og stjórna markvisst upplýsingum um kynhneigð og kyngervi sitt. En reynsla af kynþáttun leiddi oft til tilfinningarinnar að tilheyra ekki. Fólksflutningar gátu þó opnað nýjar leiðir í tengslum við kynhneigð og kyngervi viðkomandi. Grein tvö fjallar um hópinn frá Mið- og Austur-Evrópu, þar er yfirstefið „útilokunarstundir“ á meðan undirþemu tengdust samfélagsstöðu og afsamsömun, skömm og tilfinningalegri vinnu ásamt tilfinningunni að tilheyra ekki. Þriðja greinin fjallar um hópinn frá hinu hnattræna norðri og endurspeglaði vissa forréttindastöðu. Þemun þar fjalla um hinsegin hugmyndir varðandi fullgildingu, forgjöf varðandi tilfinningalega fullgildingu, og útilokun í tengslum við pólitíska fullgildingu. Fjórða greinin fjallar um útilokunarstundir hinsegin kvenna frá öllum heimshornum, varðandi pólitíska fullgildingu og það að passa ekki inn í ráðandi hugmyndir um sjálfsmynd þjóðarinnar og fá ekki aðgang að velþóknun innan kaþólsku kirkjunnar á Íslandi. Niðurstöðurnar sýna fram á ferli skörunar varðandi reynslu hinsegin innflytjenda af kynþáttahyggju, menningarhyggju og kynjahyggju, í hinsegin samfélaginu og gagnkynhneigðarhyggju, kynjahyggju og síshyggju í innflytjendaog trúarsamfélögum. Í meginstraums samfélaginu er að finna samskiptalegt ferli kynþáttunar sem felst í því að vera endurtekið stimplaður sem innflytjandi, sem í sumum tilfellum virðist ómögulegt að yfirstíga. Öðrun innflytjenda er, engu að síður, innbyggð í stigveldi hugkvía eins og kynja, kynþátta, menninga og stétta, þar sem hvítir innflytjendur frá hinu hnattræna norðri upplifa þátttöku og það að tilheyra ólíkt því sem innflytjendur með annað litarhaft og frá hinu hnattræna suðri upplifa. Á sama tíma upplifa viðmælendur frá Mið- og Austur-Evrópu í mörgum tilfellum að þeim sé sjálfkrafa eignuð víkjandi samfélagsstaða, samanborið við aðra hvíta innflytjendur. Þetta síbreytilega en undirliggjandi innflytjendastigveldi sýnir hvernig menningarleg einkenni, kynþáttafordómar og félagshagfræðileg staða innflytjenda ákvarðar tilfinningu þeirra fyrir fullgildingu og því að tilheyra í íslensku samhengi.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: