Opin vísindi

„Stóru spurningarnar“ sem viðfangsefni í skólastarfi : Reynslan af tveimur námskeiðum um lífsskoðanir: Lífsskoðanir og menntun og Ísland nútímans

„Stóru spurningarnar“ sem viðfangsefni í skólastarfi : Reynslan af tveimur námskeiðum um lífsskoðanir: Lífsskoðanir og menntun og Ísland nútímans


Titill: „Stóru spurningarnar“ sem viðfangsefni í skólastarfi : Reynslan af tveimur námskeiðum um lífsskoðanir: Lífsskoðanir og menntun og Ísland nútímans
Höfundur: Pálsdóttir, Auður
Hreinsson, Haraldur
Útgáfa: 2023
Tungumál: Íslenska
Umfang: 1273851
Deild: Deild faggreinakennslu
Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
Efnisorð: Menntun; Trúarbragðafræði; SDG 4 - Menntun fyrir alla
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4686

Skoða fulla færslu

Tilvitnun:

 
Pálsdóttir , A & Hreinsson , H 2023 , ' „Stóru spurningarnar“ sem viðfangsefni í skólastarfi : Reynslan af tveimur námskeiðum um lífsskoðanir: Lífsskoðanir og menntun og Ísland nútímans ' , Fyrirlestur fluttur á Menntakvika 2023 , Reykjavík , Ísland , 28/09/23 - 29/09/23 .
 
conference
 

Útdráttur:

Markmið erindisins er að draga saman upplýsingar um tilurð, tilgang og reynslu af tveimur nýlegum námskeiðum í samfélagsgreinavali í kennaranámi. Þetta er annars vegar Lífsskoðanir og menntun (5 ECTS) sem kennt var á vormisseri 2023 fyrir nemendur á fyrsta eða öðru námsári í grunnnámi. Hins vegar er það Ísland nútímans (10 ECTS) sem kennt var vorið 2022 og 2023 í framhaldsnámi. Helstu efnisþræðir og verkefni námskeiðanna verða kynnt stuttlega. Þá verður rætt hvernig námskeiðunum er ætlað að vera svar við samfélagslegum breytingum sem hafa átt sér stað á undanförnum árum og þau sett í samhengi við hæfniviðmið kennaranáms og hæfniviðmið í aðalnámskrá grunnskóla. Greining á reynslunni fram að þessu bendir til þess að styrkleikar kennaranemanna liggi í skýrum áhuga og vilja til að fást við lífsskoðanir með nemendum á faglegan hátt. Áskoranirnar í námskeiðunum hafa annars vegar snúist um skort á þekkingu á mismunandi lífsskoðunum og hins vegar takmörkuð þjálfun þátttakenda í greiningu á rökræðum og skoðanamyndun. Í lokin verður spurt hvaða skref eru vænleg í áframhaldandi þróun námskeiðanna, hvaða stuðning kennarar (kennaranemar) þurfa í vinnu með lífsskoðanir í skólastarfi og hvaða breytingar á aðalnámskrá gætu verið æskilegar.

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: