Opin vísindi

Lífsskoðanir, farsæld og menntun: „Stóru spurningarnar“ sem viðfangsefni í skólastarfi.

Lífsskoðanir, farsæld og menntun: „Stóru spurningarnar“ sem viðfangsefni í skólastarfi.


Title: Lífsskoðanir, farsæld og menntun: „Stóru spurningarnar“ sem viðfangsefni í skólastarfi.
Author: Pálsdóttir, Auður
Guðmarsdóttir, Sigríður
Hreinsson, Haraldur
Date: 2023
Language: Icelandic
Scope: 1273851
Department: Deild faggreinakennslu
Guðfræði- og trúarbragðafræðideild
Subject: Menntun; Trúarbragðafræði; SDG 4 - Menntun fyrir alla
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4684

Show full item record

Citation:

 
Pálsdóttir , A , Guðmarsdóttir , S & Hreinsson , H 2023 , ' Lífsskoðanir, farsæld og menntun: „Stóru spurningarnar“ sem viðfangsefni í skólastarfi. ' , Fyrirlestur fluttur á Menntakvika 2023 , Reykjavík , Ísland , 28/09/23 - 29/09/23 .
 
conference
 

Abstract:

Markmið erindisins er að draga saman helstu áskoranir sem kennarar er fjalla um trúarbrögð og lífsskoðanir á Íslandi munu líklega standa frammi fyrir á komandi árum. Slíkar áskoranir má greina í þrennt. Í fyrsta lagi breytingar sem orðið hafa á félagslegum veruleika fólks á Íslandi með hliðsjón af aðild að lífsskoðunarfélögum og tengslum ríkis og kirkju. Í öðru lagi skortur á íslenskum rannsóknum um lífsskoðanir landsmanna þar sem sjónum er beint annars vegar að þeim breytingum sem hafa orðið á allra síðustu árum á samsetningu landsmanna og lífsskoðunum þeirra. Hins vegar hvaða ályktanir má draga af þeim breytingum fyrir skólastarf. Í þriðja lagi eru áskoranir sem snúa að því hvort umræða um lífsskoðanir í hinu opinbera rými sé jaðarsett í íslensku samfélagi og þá hvers vegna. Mikilvægt er að huga að þessari spurningu vegna þess að slík jaðarsetning getur bæði stuðlað að fordómum gagnvart hópum sem aðhyllast tiltekin trúarbrögð eða lífsskoðanir eða gagnvart trúarbrögðum og lífsskoðunum almennt. Ofangreindar áskoranir verða ræddar í ljósi áherslu aðalnámskrár um að nemendur eigi í lok grunnskóla að geta fengist við og greint viðfangsefni sem snerta trú, lífsviðhorf og siðferði og spurningar um merkingu og tilgang lífsins.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)