Opin vísindi

Leikur, nám og gleði : Samstarfsverkefni Gullborgar, Grandaborgar og Ægisborgar

Leikur, nám og gleði : Samstarfsverkefni Gullborgar, Grandaborgar og Ægisborgar


Title: Leikur, nám og gleði : Samstarfsverkefni Gullborgar, Grandaborgar og Ægisborgar
Author: Hreinsdóttir, Anna Magnea
Date: 2023-05-20
Language: Icelandic
Scope: 14
Department: Deild kennslu- og menntunarfræði
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4667

Show full item record

Citation:

Hreinsdóttir , A M 2023 , Leikur, nám og gleði : Samstarfsverkefni Gullborgar, Grandaborgar og Ægisborgar .

Abstract:

Markmið verkefnisins var að undirstrika mikilvægi leiksins sem meginnámsleiðar barna með áherslu á hlutverk og stuðning kennara og annars starfsfólk, námsumhverfi sem styður við leik og að börnin hafi tækifæri til að læra hvert af öðru. Tilgangurinn er að festa starfshætti í sessi sem ganga út frá því að leikurinn sé meginnámsleið barnanna. Hugað var að hlutverki kennara, skipulagi leikumhverfis, leikefnis, tíma og þeim möguleikum sem börnin hafa til að þróa hugmyndir sínar og leik í daglegu starfi. Verkefnið endurspeglar áherslu menntastefnunnar á fagmennsku og samstarf leikskólanna og aukna þátttöku barna og virkni í leikskólastarfinu. Einnig á sjálfseflingu og félagsfærni þar sem leikskólastarf á að byggja á leik sem meginnámsleið barna. Til að ná þessum markmiðum var lögð áhersla á að styrkja starfsfólk leikskólanna með þátttöku í fræðslu og umræðu um hvernig hægt er að leggja frekari áherslu á leik sem meginnámsleið barna.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)