Opin vísindi

„Hann vissi hvað var veruleiki og hvað ekki“ : Gotnesk samfélagsádeila í skáldsögunni Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson

„Hann vissi hvað var veruleiki og hvað ekki“ : Gotnesk samfélagsádeila í skáldsögunni Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson


Title: „Hann vissi hvað var veruleiki og hvað ekki“ : Gotnesk samfélagsádeila í skáldsögunni Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson
Author: Jensdóttir, Sunna Dís
Date: 2023-06-13
Language: Icelandic
Scope: 516321
Series: Ritið; 23(1)
ISSN: 1670-0139
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4626

Show full item record

Citation:

Jensdóttir , S D 2023 , ' „Hann vissi hvað var veruleiki og hvað ekki“ : Gotnesk samfélagsádeila í skáldsögunni Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson ' , Ritið , bind. 23 , nr. 1 , bls. 37-66 . < https://ritid.hi.is/index.php/ritid/article/view/194/175 >

Abstract:

Meginumfjöllunarefni greinarinnar er skáldsagan Börnin í Húmdölum eftir Jökul Valsson og eru kenningar sálgreiningar notaðar til bókmenntafræðilegrar greiningar, ásamt frekari fræðum. Áhersla er lögð á gotnesk skáldskapareinkenni og er sögusvið frásagnarinnar borið saman við reimleikahúsið í bókmenntum og kvikmyndum. Í því skyni er vísað til samfélagslegrar umræðu er varðar stéttaskiptingu, búsetu og misjöfn tækifæri barna. Verkið er lesið í samhengi við almenna umfjöllun um ofbeldi gegn börnum á útgáfutíma bókarinnar, við upphaf 21. aldarinnar. Kenningar um hið gotneska barn eru kynntar og fjallað er um hvernig barnungar söguhetjur endurspegla gjarnan dulin samfélagsmein í gotneskum frásögnum. Sýnt er fram á hvernig staða aðalpersóna skáldsögunnar afhjúpar blindni foreldranna og mismunandi birtingarmyndir óréttlætis í garð barna.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)