This dissertation collects my five self-studies to make meaning of my doctoral project. I explore the path to empowerment in becoming a hybrid educator through the Self- Study of Teacher Education Practices (S-STEP/self-study) methodology. In each study, I explored my professional context with various qualitative methods.
I am a Japanese immigrant educator educated and trained in Japan and Iceland. My self-study began when I experienced a professional identity crisis at an Icelandic preschool in October 2014. In Iceland, children’s freedom in play is respected. However, my teaching was rooted in Japanese teacher-centered approaches, which keep students firmly under the educator’s control. I was confused by this jarring cultural difference, I expanded my self-study experience in Iceland to Japan, where I supported the development of Japanese teachers’ professional learning community using self- study.
To theoretically underpin my professional knowledge, I categorized three types of professional knowledge: Concept-based knowledge, pedagogy-based knowledge, and identity-based knowledge. Concept-based knowledge is developed based upon Paulo Freire’s critical pedagogy. In pedagogy-based knowledge, concepts of culturally responsive teaching, core reflection, and funds of knowledge are explored to contextualize my inclusive pedagogy in my self-studies. Finally, identity-based knowledge describes the transition of professional identities from an immigrant educator to a hybrid educator. Based on these varieties of knowledge, my professional identity has shifted, developed, and even kept transforming.
For data collection and analysis, I used narrative as an overarching method. I kept a reflective journal throughout my practice in Iceland and Japan and used it to create ten reflective short stories. I created concept maps to organize, reflect, explore, and make connections between concepts. Teaching materials, field notes, interview transcripts, photos, emails, SMS, and Japanese Haiku poems are also included in my data. In the early stages of my self-study (2014-2018), I relied on traditional qualitative methods such as interviews and observations to collect data. In the later stages (2019-2023), I used arts-based methods, including metaphor and Japanese Haiku poetry. Combining these different methods, my self-study methods kept developing to explore answers to my complex questions and go beyond “so what” through multiple layers of analysis.
The first publication investigates the self-study movement in Japan and my potential position as a critical friend to the Japanese teachers’ self-study community. The second publication explores my professional development at an Icelandic preschool using the
v
metaphor of “building the boat.” The third publication examines my workshop experience of teaching critical reflection to Japanese student teachers through Japanese Haiku. The fourth publication analyzes how my understanding of “love” transformed while working with Icelandic children. Finally, the fifth publication reflects on the critical friendship-based doctoral student and supervisor relationship.
Upon reflecting on the five self-studies, I identified two streams across them: Professional life (how I became a hybrid educator between Japan and Iceland); and self-study methodology (how my understanding and the use of self-study methodology changed as I gained more professional experiences in the global context). Based on the findings, I discuss the three types of hybridity that make me become a hybrid educator: Cultural, professional, and methodological hybridity. These hybridities respond to my research question and enabled me to develop the meaning necessary to become a hybrid educator in the global context. In conclusion, I share a short story about my doctoral studies using the self-study tree metaphor to encapsulate my overall learning from the self-study experience.
Þessi ritgerð er safn fimm rannsókna sem ég vann til að gefa doktorsverkefni mínu
merkingu. Til að verða blendingskennari feta ég slóð valdeflingar studd aðferðum
starfstengdrar sjálfrýni (self study of educational practice/ S-STEP). Í hverri rannsókn
kafa ég í faglegt samhengi mitt og starfsþróun með margvíslegum eigindlegum
aðferðum.
Ég er japanskur innflytjandi og kennari, menntuð og þjálfuð í Japan og á Íslandi. Ég
byrjaði að vinna í anda starfstengdrar sjálfrýni þegar ég upplifði faglega
sjálfsmyndarkrísu í íslenskum leikskóla í október 2014. Á Íslandi nýtur frelsi barna í leik
viðurkenningar en mín eigin kennsla átti rætur í japönskum kennaramiðuðum aðferðum
þar sem nemendur eru sífellt undir stjórn kennarans. Menningarmunurinn setti mig út af
laginu. Reynsla mín af starfstengdri sjálfsrýni á Íslandi víkkaði út faglegan
sjóndeildarhring minn og leiddi til þess að ég fór að styðja við japanska kennara í að
skapa faglegt lærdómssamfélag í gegnum starfstengda sjálfsrýni.
Fræðilegur grunnur fagþekkingar minnar er þríþættur: Kenningaleg þekking,
kennslufræðileg þekking, og þekking byggð á sjálfsmynd. Kenningarleg þekking er
þróuð út frá hugmyndum Paulos Freire um gagnrýna menntunarfræði. Kennslufræðileg
þekking er mótuð út frá hugtökum um menningarnæma kennslu, ígrundun og
þekkingarbrunna til að finna viðeigandi samhengi fyrir mína eigin inngildandi
kennslufræði. Þekking byggð á sjálfsmynd lýsir umbreytingu faglegrar sjálfmyndar úr
því að vera sjálfsmynd innflytjanda yfir í að vera blendingskennari. Út frá þessum ólíku
fræðum hefur fagleg sjálfsmynd mín breyst, þróast og jafnvel ummyndast.
Aðferðir frásagnarrýni (e. narratives) var beitt við gagnaöflun og gagnagreiningu. Ég
hef haldið ígrundandi rannsóknardagbækur samhliða starfi mínu í Japan og á Íslandi. Úr
þessum dagbókum hef ég endurunnið tíu stuttar frásagnir. Ég bjó til hugtakakort til að
skipuleggja, hugleiða, kafa dýpra í og finna tengsl á milli hugtaka. Kennsluefni,
vettvangsnótur, viðtöl, myndir, tölvupóstar, smáskilaboð og japanskar hækur eru einnig
hluti af gagnasafninu. Á fyrstu stigum rannsókna minna (2014–2018) reiddi ég mig á
hefðbundnar eigindlegar aðferðir við að safna gögnum, eins og viðtöl og
vettvangsathuganir. Á seinni stigum (2019-2023) notaði ég skapandi aðferðir, meðal
annars líkingar og japanskar hækur. Með því að blanda saman ólíkum aðferðum og
nota margprófun (e. Triangulation) þróuðust leiðir mínar við starfstengda sjálfsrýni
áfram og gerðu mér kleift að kafa dýpra í þær flóknu spurningar sem vöknuðu og með
því að fara í gegnum fjölmörg greiningalög komst ég lengra en „hvað með það“
viðbrögð.
Fyrsta greinin fjallar um hreyfingu sem hefur myndast um starfstengda sjálfsrýni í Japan
og stöðu mína sem mögulegs gagnrýnins vinar hins japanska samfélags starfstengdrar
sjálfsrýni. Önnur greinin skoðar faglega þróun mína í íslenskum leikskóla í gegnum
líkinguna um að „smíða bát“. Þriðja greinin kafar í reynslu mína af því að kenna
japönskum kennaranemum gagnrýna ígrundun með því að nota ljóð, japanskar hækur. Í
fjórðu greininni skoða ég hvernig skilningur minn á „ást“ umbreyttist á meðan ég vann
með íslenskum börnum. Að endingu, í fimmtu greininni, þá velti ég fyrir mér sambandi
doktorsnema og leiðbeinanda sem þróast út frá hugmyndinni um gagnrýnin vin.
Þegar ég lít yfir þessar fimm rannsóknir, sé ég tvo þræði sem liggja í gegnum þær
allar: Faglegt líf (hvernig ég varð blendingskennari á milli Japans og Íslands) og
aðferðafræði starfstengdrar sjálfsrýni (hvernig skilningur minn og beiting starfstengdrar
sjálfsrýni breyttist eftir því sem ég öðlaðist dýpri faglega reynslu í alþjóðlegu
samhengi). Út frá þessum niðurstöðum ræði ég þrennskonar blendingstegundir sem
gerir mig að blendingskennara: Menningarlega, faglega og aðferðafræðilega. Þessar
ólíku blendingstegundir vísa til rannsóknarspurningarinnar og hjálpa mér að leggja
merkingu í hvað það þýðir að verða blendingskennari í alþjóðlegu samhengi. Til að
draga saman lærdóminn af doktorsnámi mínu deili ég stuttri frásögn þar sem ég nota
líkinguna tré til að ná utan um það nám sem átti sér stað í gegnum reynslu mína af
starfstengdri sjálfsrýni.