Opin vísindi

Íslenskt litmál: Merkingarfræði, málfræði, og saga íslenskra litaorða

Íslenskt litmál: Merkingarfræði, málfræði, og saga íslenskra litaorða


Titill: Íslenskt litmál: Merkingarfræði, málfræði, og saga íslenskra litaorða
Aðrir titlar: Merkingarfræði, málfræði, og saga íslenskra litaorða
Höfundur: Beck Guðmundsdóttir, Þórhalla
Leiðbeinandi: Matthew Whelpton
Útgáfa: 2023-10-16
Tungumál: Íslenska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Hugvísindasvið (HÍ)
School of Humanities (UI)
Deild: Íslensku- og menningardeild (HÍ)
Faculty of Icelandic and Comparative Cultural Studies (UI)
ISBN: 978-9935-9640-3-8
Efnisorð: Málfræði; Málvísindi; Litaheiti; Merkingarfræði; Íslenska; Sálfræðileg málvísindi; Skynjun; Málsaga; Fornmál; Enska; Íslenskt táknmál; vesturíslenska; Erfðamál
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4516

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
A central question concerning language is “Where does meaning come from?”. This thesis addresses the question by considering the concept of colour and the vocabulary in Icelandic which falls within this semantic space. The research involves biological, historical, linguistic and semantic aspects of this vocabulary in speaker usage. As with all research, the research questions are not conjured out of thin air but spring from established debates in the literature. This thesis is, however, unusual in that, instead of taking a single theory and testing its predictions with new data, two opposing theories in semantics are contrasted in their approaches and predictions. The first argues that meaning is rooted in perception and cognition; the second that meaning emerges from the language system itself and the culture of its users. Each theory has its own contrasting research methods – the first experimental, the second textual – and both are used to assess the source of meaning in colour vocabulary in Icelandic and to assess the validity of the two theoretical approaches. The danger of always looking at the problem from one perspective is that it’s easy to forget that complex problems have more than one aspect. This is particularly true of semantics. By using these two contrasting approaches, the cognitive/experimental and the linguistic/textual, it becomes clear that we are dealing with two significant aspects of a complex phenomenon. The cognitive aspect, grounded in perception, provides the basis for the core concepts, whereas the linguistic and cultural aspect, grounded in language usage, allows these conceptual cores to be elaborated semantically in a variety of ways. Further, the linguistic system reflects the fact that the relation between word and meaning changes over time, both as the word itself changes and as the way that language users construe their environment changes. As linguistic concepts develop diverse associations with each other over time, it is the context of use which is decisive in how users express and interpret their environment and experience.
 
Ein af stærstu spurningunum í umfjöllunum um tungumálarannsóknir er „Hvaðan kemur merking?“ Til þess að svara þeirri spurningu var gerð athugun á hugtakinu „litur“ í íslensku og þeim orðaforða sem fellur undir þetta merkingarsvið. Inn í þessa rannsókn fléttast líffræðilegar, málsögulegar, og merkingarlegar hliðar orðaforðans í notkun málhafanna. Eins og með aðrar rannsóknir eru þær hugmyndir sem liggja henni að baki ekki úr lausu lofti gripnar en í þessu tilfelli er nálgunin óvenjuleg þar sem í stað þess að taka fyrir eina kenningu og athuga gildi hennar miðað við þau gögn sem í boði eru voru til viðmiðunar tvær andstæðar kenningar í merkingarfræðum. Önnur telur merkinguna vera sprottna úr skynjun og hugrænni úrvinnslu en hin úr tungumálinu sjálfu og menningu málhafanna. Meðfylgjandi eru svo ólíkar rannsóknaraðferðir — sú fyrri sálfræðilegar tilraunir og sú seinni textagreiningar — sem einnig eru nýttar til þess að leggja mat á merkingu litaorðaforða í íslensku og til að draga fram kosti og galla hvorrar nálgunar fyrir sig. Þegar stöðugt er horft á hlut frá einni hlið vill oft gleymast að flestir margslungnir hlutir hafa fleiri en eina hlið. Þetta er sérstaklega satt þegar merking á í hlut. Í þeim meginrannsóknum sem gerðar voru, annars vegar vitsmunalegum tilraunum og hins vegar málnotkunarlegri textaathugun, kemur greinilega fram að um er að ræða samspil mikilvægra þátta frá báðum hliðum. Hið vitsmunalega sem tengist skynjuninni gefur grundvöllinn fyrir hugtak, en hið málfræðilega og menningarlega, það er notkun málhafanna, gerir það að verkum að hægt er að móta hugtakakjarna merkingarlega á ýmsan máta. Auk þess speglar málkerfið þá staðreynd að samband orðs og merkingar breytist, bæði þegar orðin sjálf breytast og þegar hugmyndir málhafanna um umheiminn breytast. Þegar mállegt hugtak hefur þannig í gegnum tíðina sankað að sér margs kyns og fjölbreyttum tengingum við önnur hugtök verður samhengið sá þáttur málnotkunarinnar sem þyngst vegur í tjáningu og túlkun málhafanna á umhverfi sínu og reynslu.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: