Opin vísindi

Brunaslys barna : Innlagnir á Landspítala 2000-2008

Brunaslys barna : Innlagnir á Landspítala 2000-2008


Title: Brunaslys barna : Innlagnir á Landspítala 2000-2008
Alternative Title: Burn injuries in childrenAdmissions at Landspitali University Hospital in Iceland 2000-2008
Author: Baldursdóttir, Lovísa
Scheving Thorsteinsson, L.
Auðólfsson, Gunnar
Baldursdóttir, Margrét E
Sigurvinsdóttir, Berglind Ó.
Gísladóttir, Vilborg
Sigurðardóttir, Anna Ólafía
Rósmundsson, Þráinn
Date: 2010-11-01
Language: Icelandic
Scope: 7
Department: Önnur svið
Skurðlækningar
Series: Læknablaðið; 96(11)
ISSN: 1670-4959
DOI: 10.17992/lbl.2010.11.326
Subject: Brunasár; Börn; Áhættuþættir; Burns; Child; Accidents, Home; PubMed in process; Brunasár; Börn; Áhættuþættir; Burns; Child; Accidents, Home; PubMed in process
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4470

Show full item record

Citation:

Baldursdóttir , L , Scheving Thorsteinsson , L , Auðólfsson , G , Baldursdóttir , M E , Sigurvinsdóttir , B Ó , Gísladóttir , V , Sigurðardóttir , A Ó & Rósmundsson , Þ 2010 , ' Brunaslys barna : Innlagnir á Landspítala 2000-2008 ' , Læknablaðið , bind. 96 , nr. 11 , bls. 683-689 . https://doi.org/10.17992/lbl.2010.11.326

Abstract:

Ágrip Tilgangur: Að afla upplýsinga um brunaslys barna sem lögðust inn á Landspítala á níu ára tímabili, meta hvort efla þurfi forvarnir og endurskoða ákveðna þætti í meðferð. Aðferðir: Í þessari afturskyggnu lýsandi rannsókn var upplýsingum safnað úr sjúkraskrám um börn yngri en átján ára sem dvöldu lengur en≥ sólarhring á Landspítala vegna brunaáverka á húð á árunum 2000-2008. Niðurstöður: Af 149 börnum voru 108 drengir og 41 stúlka. Meðalfjöldi innlagna á ári var 16,5 eða 21/100 000. Brunaslys voru algengust hjá fjögurra ára og yngri (41,6%) og í aldurshópnum 13-16 ára (45,7%). Hjá meirihlutanum (81%) var útbreiðsla áverka £10% af líkamsyfirborði. Helmingur slysa varð inni á heimili. Sár voru kæld á vettvangi í 78% tilvika. Áhættuþættir voru til staðar hjá 11,4% barna og hjá 3,4% barna var grunur um vanrækslu eða ofbeldi. Helstu brunavaldar voru heitt vatn og aðrir heitir vökvar (50,3%), þar af neysluvatn í 12,9% tilvika, eldur í 20,4% tilvika, þar af gas eða bensín hjá 14,9% barna, og skoteldar (17,6%). Meðaltími frá komu á bráðamóttöku að innlögn á barnadeild var 142 mínútur, (25-333). Meðallegutími var 13 dagar, miðgildið níu dagar (1-97) að meðtöldum sex dögum á gjörgæsludeild, miðgildið tveir dagar (1- 48) . Ályktun:Innlögnum vegna brunaáverka hefur fækkað. Algengustu brunavaldar eru heitt vatn, heitir vökvar, eldur og skoteldar. Flest eru slysin hjá börnum ≤yngri en fjögurra ára og hjá drengjum 13-16 ára. Mikilvægt er að auka öryggi barna á heimilum og beina forvörnum að áhættuhópum. Vanda þarf fyrsta mat á útbreiðslu sára og greina þætti sem hafa áhrif á dvalartíma á bráðamóttöku og legudeild. Bæta þarf skráningu í sjúkraskrá. Background: Causes of burn injuries in children are universally associated with social and environmental factors. Epidemiological studies are therefore important in identifying risk factors and for planning preventive interventions. Methods: Children younger than 18 years with skin burns who were treated as inpatients at Landspitali University Hospital over a 9-year period, 2000 and 2008, were included in this retrospective descriptive study. Data was collected from medical records. Results: Of 149 children included in the study 41.6% were four years old or younger. The average annual incidence of hospital admissions was 21/100 000. Cold water as first aid was applied in 78% of cases. Half of the accidents occurred in the home where a close family member was the caretaker. Risk factors were identified in 11.4% of the accidents and abuse or neglect was suspected in 3.4% of cases. Scalds were the most common type of burn injury (50.3%) followed by burns caused by fire (20.4%) including gas or petrol (14.9%) and fireworks (17.6%). The most common source of scalds was exposure to hot water from hot water mains (12,9%) and heated water (12,9%). The mean time from emergency room admission to the paediatric ward was two hours and 22 minutes. The mean length of stay was 13 days; median 9 days (range 1-97). Conclusion: Incidence of hospital admissions for burn injury has decreased when compared with earlier Icelandic studies. Children four years and younger and boys between 13-16 years old are most at risk for burn injuries. Stronger preventive measures as well as better documentation of burn accidents are imperative.

Files in this item

This item appears in the following Collection(s)