Title: | Brunaslys barna : Innlagnir á Landspítala 2000-2008 |
Alternative Title: | Burn injuries in childrenAdmissions at Landspitali University Hospital in Iceland 2000-2008 |
Author: |
|
Date: | 2010-11-01 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 7 |
Department: | Önnur svið Skurðlækningar |
Series: | Læknablaðið; 96(11) |
ISSN: | 1670-4959 |
DOI: | 10.17992/lbl.2010.11.326 |
Subject: | Brunasár; Börn; Áhættuþættir; Burns; Child; Accidents, Home; PubMed in process; Brunasár; Börn; Áhættuþættir; Burns; Child; Accidents, Home; PubMed in process |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/4470 |
Citation:Baldursdóttir , L , Scheving Thorsteinsson , L , Auðólfsson , G , Baldursdóttir , M E , Sigurvinsdóttir , B Ó , Gísladóttir , V , Sigurðardóttir , A Ó & Rósmundsson , Þ 2010 , ' Brunaslys barna : Innlagnir á Landspítala 2000-2008 ' , Læknablaðið , bind. 96 , nr. 11 , bls. 683-689 . https://doi.org/10.17992/lbl.2010.11.326
|
|
Abstract:Ágrip Tilgangur: Að afla upplýsinga um brunaslys barna sem lögðust inn á Landspítala á níu ára tímabili, meta hvort efla þurfi forvarnir og endurskoða ákveðna þætti í meðferð. Aðferðir: Í þessari afturskyggnu lýsandi rannsókn var upplýsingum safnað úr sjúkraskrám um börn yngri en átján ára sem dvöldu lengur en≥ sólarhring á Landspítala vegna brunaáverka á húð á árunum 2000-2008. Niðurstöður: Af 149 börnum voru 108 drengir og 41 stúlka. Meðalfjöldi innlagna á ári var 16,5 eða 21/100 000. Brunaslys voru algengust hjá fjögurra ára og yngri (41,6%) og í aldurshópnum 13-16 ára (45,7%). Hjá meirihlutanum (81%) var útbreiðsla áverka £10% af líkamsyfirborði. Helmingur slysa varð inni á heimili. Sár voru kæld á vettvangi í 78% tilvika. Áhættuþættir voru til staðar hjá 11,4% barna og hjá 3,4% barna var grunur um vanrækslu eða ofbeldi. Helstu brunavaldar voru heitt vatn og aðrir heitir vökvar (50,3%), þar af neysluvatn í 12,9% tilvika, eldur í 20,4% tilvika, þar af gas eða bensín hjá 14,9% barna, og skoteldar (17,6%). Meðaltími frá komu á bráðamóttöku að innlögn á barnadeild var 142 mínútur, (25-333). Meðallegutími var 13 dagar, miðgildið níu dagar (1-97) að meðtöldum sex dögum á gjörgæsludeild, miðgildið tveir dagar (1- 48) . Ályktun:Innlögnum vegna brunaáverka hefur fækkað. Algengustu brunavaldar eru heitt vatn, heitir vökvar, eldur og skoteldar. Flest eru slysin hjá börnum ≤yngri en fjögurra ára og hjá drengjum 13-16 ára. Mikilvægt er að auka öryggi barna á heimilum og beina forvörnum að áhættuhópum. Vanda þarf fyrsta mat á útbreiðslu sára og greina þætti sem hafa áhrif á dvalartíma á bráðamóttöku og legudeild. Bæta þarf skráningu í sjúkraskrá. Background: Causes of burn injuries in children are universally associated with social and environmental factors. Epidemiological studies are therefore important in identifying risk factors and for planning preventive interventions. Methods: Children younger than 18 years with skin burns who were treated as inpatients at Landspitali University Hospital over a 9-year period, 2000 and 2008, were included in this retrospective descriptive study. Data was collected from medical records. Results: Of 149 children included in the study 41.6% were four years old or younger. The average annual incidence of hospital admissions was 21/100 000. Cold water as first aid was applied in 78% of cases. Half of the accidents occurred in the home where a close family member was the caretaker. Risk factors were identified in 11.4% of the accidents and abuse or neglect was suspected in 3.4% of cases. Scalds were the most common type of burn injury (50.3%) followed by burns caused by fire (20.4%) including gas or petrol (14.9%) and fireworks (17.6%). The most common source of scalds was exposure to hot water from hot water mains (12,9%) and heated water (12,9%). The mean time from emergency room admission to the paediatric ward was two hours and 22 minutes. The mean length of stay was 13 days; median 9 days (range 1-97). Conclusion: Incidence of hospital admissions for burn injury has decreased when compared with earlier Icelandic studies. Children four years and younger and boys between 13-16 years old are most at risk for burn injuries. Stronger preventive measures as well as better documentation of burn accidents are imperative.
|