Title: | Innleiðing á Byrjendalæsi : Viðhorf og reynsla kennara |
Author: |
|
Date: | 2013-12-17 |
Language: | Icelandic |
Scope: | 427914 |
Department: | Kennaradeild |
Series: | Netla; () |
ISSN: | 1670-0244 |
Subject: | Byrjendalæsi |
URI: | https://hdl.handle.net/20.500.11815/4341 |
Citation:Björnsdóttir , E , Steingrímsdóttir , M & Sigurðardóttir , S M 2013 , ' Innleiðing á Byrjendalæsi : Viðhorf og reynsla kennara ' , Netla , bls. 1-22 . < https://netla.hi.is/greinar/2013/ryn/011.pdf >
|
|
Abstract:Byrjendalæsi er samvirk aðferð sem miðar að læsiskennslu og þróuð var í Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri (MSHA). Aðferðin hefur á undanförnum árum verið innleidd í tæplega helmingi grunnskóla á Íslandi. Samhliða þróun á þessari aðferð var sett saman tveggja ára starfsþróunarlíkan til að styðja skóla við innleiðinguna. Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt er að greina reynslu kennara af innleiðingu á Byrjendalæsi samkvæmt líkaninu, kanna viðhorf þeirra í því sambandi og skoða hvaða áhrif þátttaka hefur haft á starfsþroska þeirra. Byggt er á úrvinnslu höfunda á mati kennara sem þátt hafa tekið í innleiðingu eftir líkaninu. Ráðgjafar um aðferðina við MSHA söfnuðu matsgögnunum. Gögnin sem hér eru greind ná yfir tímabilið 2009 til 2012 og geyma bæði einstaklingsmat og hópmat. Niðurstöður benda til ánægju með aðferðina og starfsþróunarlíkanið sem henni fylgir. Kennarar telja vel haldið utan um innleiðinguna af hálfu MSHA og að það auðveldi þeim að tileinka sér aðferðina. Hins vegar koma fram vísbendingar um óöryggi í hópi kennaranna. Þeir kalla eftir meiri stuðningi við framkvæmd aðferðarinnar í starfi með nemendum. Niðurstöður ættu að gefa kennurum og skólastjórnendum vísbendingar um að hverju þarf að huga betur við innleiðingu þróunarverkefna. Þær ættu jafnframt að nýtast leiðtogum, ráðgjöfum og öðrum þeim, sem koma að innleiðingu á Byrjendalæsi, við þróun á aðferðinni og frekari rannsóknir.
|