Opin vísindi

Monks and mires: the vegetation and land use histories of monasteries and their tenancies in Medieval Iceland

Monks and mires: the vegetation and land use histories of monasteries and their tenancies in Medieval Iceland


Titill: Monks and mires: the vegetation and land use histories of monasteries and their tenancies in Medieval Iceland
Höfundur: Riddell, Scott John
Leiðbeinandi: Egill Erlendsson
Útgáfa: 2023-06-15
Tungumál: Enska
Háskóli/Stofnun: Háskóli Íslands
University of Iceland
Svið: Verkfræði- og náttúruvísindasvið (HÍ)
School of Engineering and Natural Sciences (UI)
Deild: Líf- og umhverfisvísindadeild (HÍ)
Faculty of Life and Environmental Sciences (UI)
ISBN: 978-9935-9697-7-4
Efnisorð: Frjógreining; Setlög; Gjóskulög; Miðaldir; Klaustur; Doktorsritgerðir; Palynology; Sedimentology; Tephrochronology; Monasteries; Medieval; Ísland; Iceland
URI: https://hdl.handle.net/20.500.11815/4259

Skoða fulla færslu

Útdráttur:

 
Focussing upon the monastic sites of Þingeyraklaustur and Helgafellsklaustur, palynological data are utilised to explore the role of Icelandic monasticism with regard to vegetation change and land use in the Medieval period. Consideration is also given to two farms, Ásbjarnarnes and Helgadalur, that were tenancies of monasteries. Vegetation change at all sites is evaluated against the settlement of Iceland, European monasticism, plague, Reformation, and the prevailing climate of the time. Pollen data are supplemented with sedimentary data and set within a chronological framework constructed through a combination of known tephra layers and 14C or Plutonium (Pu) dating. The relative precision of tephrochronology allows palynological data to be cross-referenced with historical sources. The foundation of both monasteries is visible in the pollen record, with subsequent land use focussed upon pastoralism. There is a hiatus at Þingeryraklaustur due to plague in the 15th century, with continuity at Helgafellsklaustur, both findings in keeping with the historical record. With regard to the tenancies, no direct monastic influence is discerned at Helgadalur, with haymaking a primary activity. At Ásbjarnarnes, there is evidence of woodland management, perhaps influenced by Þingeyraklaustur. There is no evidence of disruption associated with the Lutheran Protestant Reformation at any of the four sites. Further findings have allowed for some comparison between the four sites with regard to vegetation and climate, palaeoecological change associated with human colonisation, and the pre-monastic era. There is also pollen evidence of exotic plants with medicinal and/or culinary applications at Helgafell, introduced prior to the foundation Helgafellsklaustur.
 
Rannsókn þessi beinir sjónum að áhrifum klausturhalds á gróðurbreytingar og landnotkun á miðöldum. Til rannsóknar voru tvær klausturjarðir, Helgafell og Þingeyrar, auk Ásbjarnarness og Helgadals sem voru jarðir í eigu klaustra. Gróðurbreytingar voru metnar í samhengi við landnám á Íslandi, evrópska klausturhefð, svarta dauða, siðaskipti og loftslag á miðöldum. Frjógreining var hornsteinn aðferðafræðinnar. Greiningar á jarðvegi voru notaðar sem mælikvarðar á jarðvegsrof. Gögnin voru lögð inn í tímaraðir sem byggja á gjóskulagatímatali og aldursgreiningum með geislakoli (14C) og Plútoni (Pu). Gjóskulög bjóða upp á nákvæman samanburð upplýsinga úr frjógreiningu við söguleg gögn. Þegar við upphaf klausturhalds má greina gróðurbreytingar vegna landnotkunar og aukinnar kvikfjárræktar. Á Þingeyrum dróg úr umfangi reksturs klaustursins á tímum svarta dauða en slík áhrif birtast ekki á Helgafelli. Þetta samræmist sögulegum upplýsingum um afdrif klaustranna á tímum plágunnar. Engin ummerki um breytt gróðurfar eða landnotkun, sem rekja má til áhrifa frá klaustrum, fundust á jörðunum tveimur sem voru í klaustureign. Heyframleiðsla virðist hafa verið helsta form landnotkunar innan þeirra. Á Ásbjarnarnesi birtast þó vísbendingar um varfærna nýtingu kjarr/skóglendis á miðöldum, hugsanlega vegna áhrifa frá Þingeyraklaustri. Engar vísbendingar fundust á jörðunum fjórum um breytt eðli eða umfang landnotkunar við siðaskipti. Auk upplýsinga um landnotkun og gróðurbreytingar tengdar klausturhaldi leggur rannsóknin til gögn sem bjóða upp á samanburð á milli staðanna fjögurra m.t.t. loftslags- og umhverfisbreytinga á tímum landnáms og fyrir klausturhald. Í frjógögnum frá Helgafelli eru einnig vísbendingar um innfluttar plöntutegundir sem tengjast lækningum og matargerð. Þær birtast fyrst áður en klaustrið var sett á fót þar.
 

Skrár

Þetta verk birtist í eftirfarandi safni/söfnum: